Desibeladurgur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 10. desember 2010 20:00 Jólasveinar koma til byggða um helgina. Svona opinberlega. Óopinberlega eru þeir búnir að vera á stjái síðan einhverntíma í nóvember til að sjá aðra og sýna sig, einkum þó börnum við ýmis tækifæri. Jólasveinar tilheyra aðventunni, jólaundirbúningnum og ballinu. Ekkert jólaball er með jólaböllum án þess að þar sé að minnsta kosti einn jólasveinn sem dansar með börnunum kringum jólatréð, syngur vitlausa texta, dettur á rassinn og gefur stundum sælgæti eða smágjöf. Jólasveinninn kemur samt ekki á jólaballið af sjálfsdáðum. Hann þarf að dekstra og lokka til að láta sjá sig og kalla þarf á hann eins og hvern annan kött. Og þá dugar ekkert minna en að öll börnin á svæðinu öskri úr sér lungun. Og raddböndin. Stjórnendur jólaballsins hvetja börn, sem fyrri hluta jólaballsins hafa haldist í hendur og dansað prúð og stillt kringum einiberjarunninn, til að hefja upp viðkvæmar barnsraddirnar og garga eins hátt og þau mega aldrei nokkursstaðar og nokkurntíma gera fyrr eða síðar á árinu. Jólasveinar eru greinilega heyrnardaufir. Það þarf yfirleitt að öskra á þá svona fjórum-fimm sinnum til að þeir láti sjá sig. Kannski standa þeir fyrir utan með desibelamæla og neita að fara inn fyrr en hávaðinn er orðinn þeim ásættanlegur. Kannski er í samningum Jólasveinafélagsins og Ríkisins að þeir eigi heimtingu á ákveðnum hávaða í desembermánuði ár hvert. Ég veit það ekki. Eins og svo margt annað þá er jólasveinum hvorki beint til mín né gegn mér. Ég er einfaldlega ekki í markhópnum og má þessvegna ekki vera með nein leiðindi út í þá. En ég man að þegar ég var lítil var mér nákvæmlega eins innanbrjóst og núna. Ég var hrædd við jólasveina, kveið fyrir hávaðanum og vildi helst fara heim af ballinu áður en þeir komu. Það sem ég velti fyrir mér er því þetta: eru jólasveinar og hávaði óaðskiljanleg eind þar sem hvorugt þrífst án hins? Er allt þetta með bjúgun, hurðirnar, kertin og ketið bara yfirskyn fyrir geimverur sem lifa á desibelum sem helst þarf að mynda með grönnum og viðkvæmum raddböndum? Eru hávær barnaóp ómissandi hluti af jólunum? Ég er ekkert sannfærð um að það þurfi ekkert endilega að leggja jólaböll undir öskur. Ég held að börnum líði ekkert betur þó þau fái að öskra haftalítið nokkrum sinnum á ári. Og þrátt fyrir allt hef ég þá bjargföstu barnatrú að jólasveinar hafi ýmislegt annað fram að færa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Jólasveinar koma til byggða um helgina. Svona opinberlega. Óopinberlega eru þeir búnir að vera á stjái síðan einhverntíma í nóvember til að sjá aðra og sýna sig, einkum þó börnum við ýmis tækifæri. Jólasveinar tilheyra aðventunni, jólaundirbúningnum og ballinu. Ekkert jólaball er með jólaböllum án þess að þar sé að minnsta kosti einn jólasveinn sem dansar með börnunum kringum jólatréð, syngur vitlausa texta, dettur á rassinn og gefur stundum sælgæti eða smágjöf. Jólasveinninn kemur samt ekki á jólaballið af sjálfsdáðum. Hann þarf að dekstra og lokka til að láta sjá sig og kalla þarf á hann eins og hvern annan kött. Og þá dugar ekkert minna en að öll börnin á svæðinu öskri úr sér lungun. Og raddböndin. Stjórnendur jólaballsins hvetja börn, sem fyrri hluta jólaballsins hafa haldist í hendur og dansað prúð og stillt kringum einiberjarunninn, til að hefja upp viðkvæmar barnsraddirnar og garga eins hátt og þau mega aldrei nokkursstaðar og nokkurntíma gera fyrr eða síðar á árinu. Jólasveinar eru greinilega heyrnardaufir. Það þarf yfirleitt að öskra á þá svona fjórum-fimm sinnum til að þeir láti sjá sig. Kannski standa þeir fyrir utan með desibelamæla og neita að fara inn fyrr en hávaðinn er orðinn þeim ásættanlegur. Kannski er í samningum Jólasveinafélagsins og Ríkisins að þeir eigi heimtingu á ákveðnum hávaða í desembermánuði ár hvert. Ég veit það ekki. Eins og svo margt annað þá er jólasveinum hvorki beint til mín né gegn mér. Ég er einfaldlega ekki í markhópnum og má þessvegna ekki vera með nein leiðindi út í þá. En ég man að þegar ég var lítil var mér nákvæmlega eins innanbrjóst og núna. Ég var hrædd við jólasveina, kveið fyrir hávaðanum og vildi helst fara heim af ballinu áður en þeir komu. Það sem ég velti fyrir mér er því þetta: eru jólasveinar og hávaði óaðskiljanleg eind þar sem hvorugt þrífst án hins? Er allt þetta með bjúgun, hurðirnar, kertin og ketið bara yfirskyn fyrir geimverur sem lifa á desibelum sem helst þarf að mynda með grönnum og viðkvæmum raddböndum? Eru hávær barnaóp ómissandi hluti af jólunum? Ég er ekkert sannfærð um að það þurfi ekkert endilega að leggja jólaböll undir öskur. Ég held að börnum líði ekkert betur þó þau fái að öskra haftalítið nokkrum sinnum á ári. Og þrátt fyrir allt hef ég þá bjargföstu barnatrú að jólasveinar hafi ýmislegt annað fram að færa.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun