Ný íþróttamiðstöð verður vígð og tekin í notkun við hátíðlega athöfn á Dalvík í dag.
Nýja íþróttamiðstöðin er merkur áfangi í sögu sveitarfélagsins, en nýr íþróttasalur er rúmlega þrefalt stærri en sá sem áður var. Löglegur keppnisvöllur fyrir handbolta og áhorfendapallar fyrir þrjú hundruð manns eru í miðstöðinni. Svæðið er tengt við sundlaugina á Dalvík.
Bygging miðstöðvarinnar hefur tekið um tvö ár og kostaði um 600 milljónir króna. - þeb