Banna gamla fólkinu að fóðra villikattaher 10. nóvember 2010 06:00 Ungir villkettir við Hrafnistu Elliheimilið vill losna við villiketti í nágrenninu og bannaði vistmönnum að fóðra dýrin, sem þó eiga aðra vini sem færa þeim mat. Fréttablaðið/Stefán „Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sjá meira
„Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sjá meira