Ólafur Þ. Stephensen: Nær brosið endum saman? 16. júní 2010 06:00 Því verður ekki neitað að nýr andi sveif yfir vötnum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þegar ný borgarstjórn tók við völdum. Jón Gnarr, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, grínaðist meira en menn eiga að venjast í fyrstu ræðu sinni. Ekki er hægt annað en að brosa af og til þegar samstarfsyfirlýsing nýs meirihluta er lesin og sumir hlógu jafnvel upphátt þegar æviágrip nýja borgarstjórans var lesið á vef Reykjavíkurborgar í gær. Enda er markmið nýs meirihluta að „borginni verði stjórnað með bros á vör". Samstarfsyfirlýsingin er full af góðum hugmyndum, sem margar hverjar myndu bæta borgarlífið ef þeim yrði hrint í framkvæmd. Flestar virðast settar fram í fullri alvöru og mörgum er brýnt að koma í framkvæmd, eins og að útvega útigangskonum skjól fyrir veturinn, taka á niðurníðslu húsa í eldri hverfum og gera átak í atvinnumálum borgarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Almennt talað er stefnuskrá meirihluta Bezta flokksins og Samfylkingarinnar þess eðlis, að ágæt sátt ætti að geta ríkt um margt, sem þar er sett fram. Spurningin, sem vaknar við lestur langs loforðalista, er hins vegar: Hvar á að finna peninga í þetta allt saman? Fjármálakafli stefnuyfirlýsingarinnar er fáorður, almennur og lítið á honum að græða. Hann svarar til dæmis ekki þeirri spurningu, hvort ný borgaryfirvöld hyggist hækka útsvarið eða aðra skatta og álögur á borgarana til að fjármagna alla dýrðina. Nú eru erfiðir tímar í fjármálum Reykjavíkurborgar eins og flestra annarra sveitarfélaga. Fráfarandi borgarstjórn tókst vel upp, undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að skera niður í rekstri borgarinnar án þess að hækka skatta eða skerða grunnþjónustuna. En það voru ekki miklir peningar aflögu í sniðugar hugmyndir á borð við norðurhjaragarð (með eða án ísbjarnar?) í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, eins og nýi meirihlutinn stefnir að. Jákvæðnin og lífsgleðin, sem kemur inn í borgarpólitíkina með Bezta flokknum, er fín. En brosið eitt og sér dugar ekki til að taka á fjármálum borgarinnar. Nýr meirihluti verður ekki sízt dæmdur af því hvernig honum tekst upp í því verkefni. Nýi meirihlutinn hefur, í samræmi við það sem Jón Gnarr hafði áður lýst yfir, leitað eftir samstarfi við minnihlutann í anda þess sem tíðkað var á seinnihluta kjörtímabils síðustu borgarstjórnar. Minnihlutaflokkarnir taka ekki ábyrgð á stefnu eða verkum meirihlutans, en hafa fallizt á að leggja sitt af mörkum við stjórn borgarinnar og fara með formennsku t.d. í sumum hverfisráðum. Þetta er í anda þess, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir lagði til fyrir kosningar og áhugavert að þannig mætist hugmyndir hennar og nýja borgarstjórans. Úr verður tilraun til árs, sem óskandi væri að gæfist vel. Gamla minni- og meirihlutakarpið skilaði svo takmörkuðum árangri, fyrir utan að vera leiðinlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun
Því verður ekki neitað að nýr andi sveif yfir vötnum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þegar ný borgarstjórn tók við völdum. Jón Gnarr, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, grínaðist meira en menn eiga að venjast í fyrstu ræðu sinni. Ekki er hægt annað en að brosa af og til þegar samstarfsyfirlýsing nýs meirihluta er lesin og sumir hlógu jafnvel upphátt þegar æviágrip nýja borgarstjórans var lesið á vef Reykjavíkurborgar í gær. Enda er markmið nýs meirihluta að „borginni verði stjórnað með bros á vör". Samstarfsyfirlýsingin er full af góðum hugmyndum, sem margar hverjar myndu bæta borgarlífið ef þeim yrði hrint í framkvæmd. Flestar virðast settar fram í fullri alvöru og mörgum er brýnt að koma í framkvæmd, eins og að útvega útigangskonum skjól fyrir veturinn, taka á niðurníðslu húsa í eldri hverfum og gera átak í atvinnumálum borgarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Almennt talað er stefnuskrá meirihluta Bezta flokksins og Samfylkingarinnar þess eðlis, að ágæt sátt ætti að geta ríkt um margt, sem þar er sett fram. Spurningin, sem vaknar við lestur langs loforðalista, er hins vegar: Hvar á að finna peninga í þetta allt saman? Fjármálakafli stefnuyfirlýsingarinnar er fáorður, almennur og lítið á honum að græða. Hann svarar til dæmis ekki þeirri spurningu, hvort ný borgaryfirvöld hyggist hækka útsvarið eða aðra skatta og álögur á borgarana til að fjármagna alla dýrðina. Nú eru erfiðir tímar í fjármálum Reykjavíkurborgar eins og flestra annarra sveitarfélaga. Fráfarandi borgarstjórn tókst vel upp, undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að skera niður í rekstri borgarinnar án þess að hækka skatta eða skerða grunnþjónustuna. En það voru ekki miklir peningar aflögu í sniðugar hugmyndir á borð við norðurhjaragarð (með eða án ísbjarnar?) í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, eins og nýi meirihlutinn stefnir að. Jákvæðnin og lífsgleðin, sem kemur inn í borgarpólitíkina með Bezta flokknum, er fín. En brosið eitt og sér dugar ekki til að taka á fjármálum borgarinnar. Nýr meirihluti verður ekki sízt dæmdur af því hvernig honum tekst upp í því verkefni. Nýi meirihlutinn hefur, í samræmi við það sem Jón Gnarr hafði áður lýst yfir, leitað eftir samstarfi við minnihlutann í anda þess sem tíðkað var á seinnihluta kjörtímabils síðustu borgarstjórnar. Minnihlutaflokkarnir taka ekki ábyrgð á stefnu eða verkum meirihlutans, en hafa fallizt á að leggja sitt af mörkum við stjórn borgarinnar og fara með formennsku t.d. í sumum hverfisráðum. Þetta er í anda þess, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir lagði til fyrir kosningar og áhugavert að þannig mætist hugmyndir hennar og nýja borgarstjórans. Úr verður tilraun til árs, sem óskandi væri að gæfist vel. Gamla minni- og meirihlutakarpið skilaði svo takmörkuðum árangri, fyrir utan að vera leiðinlegt.
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun