Góðir gestir á ástarplötu 21. október 2010 12:00 ný plata komin út <B>Stuart Murdoch, forsprakki Belle & Sebastian, á tónleikum í Englandi í sumar. </B>Norah Jones og <B>Carey Mulligan eru gestir á nýjustu plötu sveitarinnar.nordicphotos/getty</B> Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f Lífið Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f
Lífið Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira