Umfjöllun: Jafntefli enn eina ferðina Elvar Geir Magnússon skrifar 9. júní 2010 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira