Segir æðislegt að fá Aron til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 10:00 Bjarki Már Elísson vonast eftir því að sjá marga í Laugardalshöllinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta mæta Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld í undankeppni EM 2026. Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira