Má búast við hasar í hörkuverkefni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. nóvember 2024 15:32 Valskonur eiga hörkuverkefni fyrir höndum gegn sterku liði Kristianstad. vísir / hulda margrét Valur mætir sterku Íslendingaliði Kristianstad í EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda klukkan 16:30 á morgun. Þjálfari Vals vill viðhalda góðu gengi gegn sterkum andstæðingi. „Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
„Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira