Barátta sem skilaði árangri 20. ágúst 2010 03:00 raunverulegi Avatar-ættbálkurinn Þeir sem mótmæltu framkvæmdum Vedanta beittu meðal annars því bragði að líkja aðgerðum fyrirtækisins við innrásina sem sagt var frá í myndinni Avatar. Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum. Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum.
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira