Úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja 1. október 2010 07:00 Bjartmar Þórðarson Leikhús/ *** Skepna, einleikur á Norðurpólnum Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson Leikari: Bjartmar Þórðarson Það var ekki skepnan sem dó í þetta sinn heldur skepnan sem lifnar við innra með þeim sem ekki hafa notið nógu góðs atlætis. Mikið er um einleiki á síðustu tímum og til þess að þeir virki þarf sagan sem þeir byggja á að vera skemmtileg eða athyglisverð. Í hinu bráðskemmtilega nýja leikhúsi úti á Seltjarnarnesi, Norðurpólnum, stendur Bjartmar Þórðarson og segir okkur sögu um mann sem átti sér þann draum heitastan að gera kvikmynd. Bjartmar stekkur milli hlutverka og gerir það vel. Talar skýrt en gefur sér heldur lítinn tíma til að leyfa hugsununum að fæðast. Áhorfendur sitja í bogadreginni línu á tveimur stólaröðum og leikarinn leikur í öðrum boga á móti þeim. Lýsing og hljóðmyndir voru einkar skýrar og smart. Þetta er einföld sýning með örfáum ljósum, raddir heyrast af bandi, á sviðinu stendur einn maður og segir sögu sína og sinna nánustu. Hann stekkur milli atriða og heldur athyglinni allan tímann. Bjartmar á ekki í nokkrum erfiðleikum með að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en hitt er annað mál að valið á túlkuninni á kærustunni og fleiri persónum var heldur innihaldslaust eða klisjukennt. Ungur maður drepur föður sinn. Hægt og rólega sagar hann gamla manninn niður í stykki og brennir fyrir þannig að ekki blæði úr. Þetta eru upplýsingar sem koma til áhorfenda í frásögn en ekki myndgerð. Faðirinn hafði ekki staðið sig í sínu hlutverki og því er hér um sæta hefnd að ræða. Ungi maðurinn lifir fyrir hugmynd sína um að gera bíómynd um líf sitt og hittir alls kyns pótintáta sem auðvitað hafa meiri áhuga á dópi, búsi og öðrum frægum heldur en honum. Bjartmari tekst mjög vel að koma þróun persónu sinnar til skila. Það er úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja, svo notað sé nú mesta tískuorð nútímans. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir og er ábyrgur fyrir tónlistinni sem var mjög smart. Hún elti vel uppi það ástand sem ríkti og skelfdi á köflum. Glæpurinn hér birtist aftur og aftur á ýmsum stöðum í frásögninni og leikstíllinn er líka mikið í endurtekningum eins og gengið í hringi, engu að síður hélt Bjartmar athygli áhorfenda sinna allan tímann og þó svo að manni hefði fundist áhugaverðara að ná sér í yrkisefni til einleiks úr eigin ranni þá gekk þetta alveg upp. Það er líka gott að hlæja og láta sér bregða í mátulegum skömmtum. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel leikin sýning. Lífið Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Leikhús/ *** Skepna, einleikur á Norðurpólnum Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson Leikari: Bjartmar Þórðarson Það var ekki skepnan sem dó í þetta sinn heldur skepnan sem lifnar við innra með þeim sem ekki hafa notið nógu góðs atlætis. Mikið er um einleiki á síðustu tímum og til þess að þeir virki þarf sagan sem þeir byggja á að vera skemmtileg eða athyglisverð. Í hinu bráðskemmtilega nýja leikhúsi úti á Seltjarnarnesi, Norðurpólnum, stendur Bjartmar Þórðarson og segir okkur sögu um mann sem átti sér þann draum heitastan að gera kvikmynd. Bjartmar stekkur milli hlutverka og gerir það vel. Talar skýrt en gefur sér heldur lítinn tíma til að leyfa hugsununum að fæðast. Áhorfendur sitja í bogadreginni línu á tveimur stólaröðum og leikarinn leikur í öðrum boga á móti þeim. Lýsing og hljóðmyndir voru einkar skýrar og smart. Þetta er einföld sýning með örfáum ljósum, raddir heyrast af bandi, á sviðinu stendur einn maður og segir sögu sína og sinna nánustu. Hann stekkur milli atriða og heldur athyglinni allan tímann. Bjartmar á ekki í nokkrum erfiðleikum með að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en hitt er annað mál að valið á túlkuninni á kærustunni og fleiri persónum var heldur innihaldslaust eða klisjukennt. Ungur maður drepur föður sinn. Hægt og rólega sagar hann gamla manninn niður í stykki og brennir fyrir þannig að ekki blæði úr. Þetta eru upplýsingar sem koma til áhorfenda í frásögn en ekki myndgerð. Faðirinn hafði ekki staðið sig í sínu hlutverki og því er hér um sæta hefnd að ræða. Ungi maðurinn lifir fyrir hugmynd sína um að gera bíómynd um líf sitt og hittir alls kyns pótintáta sem auðvitað hafa meiri áhuga á dópi, búsi og öðrum frægum heldur en honum. Bjartmari tekst mjög vel að koma þróun persónu sinnar til skila. Það er úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja, svo notað sé nú mesta tískuorð nútímans. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir og er ábyrgur fyrir tónlistinni sem var mjög smart. Hún elti vel uppi það ástand sem ríkti og skelfdi á köflum. Glæpurinn hér birtist aftur og aftur á ýmsum stöðum í frásögninni og leikstíllinn er líka mikið í endurtekningum eins og gengið í hringi, engu að síður hélt Bjartmar athygli áhorfenda sinna allan tímann og þó svo að manni hefði fundist áhugaverðara að ná sér í yrkisefni til einleiks úr eigin ranni þá gekk þetta alveg upp. Það er líka gott að hlæja og láta sér bregða í mátulegum skömmtum. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel leikin sýning.
Lífið Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira