Snýr sér að KR-útvarpinu eftir 42 ára starf hjá RÚV 22. maí 2010 10:00 bjarni felixson Bjarni ásamt Álfheiði Gísladóttur, konu sinni, á 110 ára afmæli KR. Hann er hættur að lýsa íslenska boltanum á Rás 2 og ætlar þess í stað að lýsa fyrir KR-útvarpið. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er afturför,“ segir Bjarni Felixson, sem er hættur að lýsa leikjum úr íslenska fótboltanum á Rás 2. „Íþróttir og íþróttalýsingar virðast vera algjörlega á undanhaldi í útvarpinu og meira að segja í fréttum líka, því miður,“ segir Bjarni. 42 ár eru liðin síðan Bjarni byrjaði að lýsa enska boltanum í Sjónvarpinu og síðan þá hefur hann lýst hinum ýmsum íþróttaviðburðum, þar á meðal íslenska boltanum á sumrin. En núna er rödd Bjarna þögnuð á RÚV og hljóta það að teljast viss vatnaskil í íslenskri íþrótta- og fjölmiðlasögu. Hann viðurkennir að þetta séu viðbrigði fyrir sig eftir öll þessi ár og hefði sjálfur viljað halda áfram að lýsa leikjum fyrir Íslendinga vítt og breitt um landið. Bjarni er þó ekki alveg af baki dottinn því KR-útvarpið hefur falast eftir kröftum hans. „Þeir töluðu við mig í vor og ég lofaði að þegar ég myndi hætta myndi ég sennilega hjálpa þeim eitthvað. Ég verð að efna það,“ segir hann. Svo gæti einnig farið að Bjarni lýsti einum leik fyrir Selfoss-útvarpið en sonur hans Gísli Felix býr á Selfossi. „Sonur minn nefndi það við mig en ég veit ekki hversu mikil alvara er í því. Það getur vel verið að ég taki Selfoss-KR í Selfoss-útvarpinu ef Guð lofar. Bæði Selfyssingar og KR-ingar hafa allavega manndóm í að halda úti svona lýsingum.“ En hvernig líst „Rauða ljóninu“ á sína menn í KR í sumar? „Illa. Mér leist vel á þá í deildarbikarnum. Ég sá þá vinna FH en skildi svo ekkert í því að þeir skyldu ekki vinna Hauka. Ég skil það ekki enn. En við sjáum til, þetta er rétt að byrja.“ freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Þetta er afturför,“ segir Bjarni Felixson, sem er hættur að lýsa leikjum úr íslenska fótboltanum á Rás 2. „Íþróttir og íþróttalýsingar virðast vera algjörlega á undanhaldi í útvarpinu og meira að segja í fréttum líka, því miður,“ segir Bjarni. 42 ár eru liðin síðan Bjarni byrjaði að lýsa enska boltanum í Sjónvarpinu og síðan þá hefur hann lýst hinum ýmsum íþróttaviðburðum, þar á meðal íslenska boltanum á sumrin. En núna er rödd Bjarna þögnuð á RÚV og hljóta það að teljast viss vatnaskil í íslenskri íþrótta- og fjölmiðlasögu. Hann viðurkennir að þetta séu viðbrigði fyrir sig eftir öll þessi ár og hefði sjálfur viljað halda áfram að lýsa leikjum fyrir Íslendinga vítt og breitt um landið. Bjarni er þó ekki alveg af baki dottinn því KR-útvarpið hefur falast eftir kröftum hans. „Þeir töluðu við mig í vor og ég lofaði að þegar ég myndi hætta myndi ég sennilega hjálpa þeim eitthvað. Ég verð að efna það,“ segir hann. Svo gæti einnig farið að Bjarni lýsti einum leik fyrir Selfoss-útvarpið en sonur hans Gísli Felix býr á Selfossi. „Sonur minn nefndi það við mig en ég veit ekki hversu mikil alvara er í því. Það getur vel verið að ég taki Selfoss-KR í Selfoss-útvarpinu ef Guð lofar. Bæði Selfyssingar og KR-ingar hafa allavega manndóm í að halda úti svona lýsingum.“ En hvernig líst „Rauða ljóninu“ á sína menn í KR í sumar? „Illa. Mér leist vel á þá í deildarbikarnum. Ég sá þá vinna FH en skildi svo ekkert í því að þeir skyldu ekki vinna Hauka. Ég skil það ekki enn. En við sjáum til, þetta er rétt að byrja.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira