Tónlist

Hjaltalín og Sinfó - aukatónleikar komnir í sölu

Högni í Hjaltalín sést hér stjórna stórsveit við upptökur nýju plötunnar. Það verður þó Daníel Bjarnason sem heldur á sprotanum í Háskólabíó.
Högni í Hjaltalín sést hér stjórna stórsveit við upptökur nýju plötunnar. Það verður þó Daníel Bjarnason sem heldur á sprotanum í Háskólabíó.

Miðasala á tónleika Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands 16. júní hefur gengið vonum framar og eru aðeins örfá sæti eftir í Háskólabíó. Vegna þessarar moksölu verða haldnir aukatónleikar tveimur dögum seinna, 18. júní og er byrjað að selja miða á þá.

Högni Egilsson, Sigríður Thorlacius og félagar í Hjaltalín og Sinfó geta því vel við unað og þurfa ekki að kvíða áhuga á tilkomumestu tónleikum hljómsveitarinnar til þessa.

Þessa dagana sitja liðsmenn sveitarinnar sveittir við að útsetja lögin fyrir stóra sinfóníuhljómsveit með öllu tilheyrandi. Flutt verða lög af báðum plötum sveitarinnar, Sleepdrunk Seasons og Terminal, ásamt frumsömdu efni Hjaltalín fyrir þetta tilefni.

Hægt er að kaupa miða hér á söluvef Sinfóníuhljómsveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×