Tæpar þrjátíu milljónir platna á fimmtán árum 2. desember 2010 10:45 The Black Eyed Peas Hip hop-sveitin The Black Eyed Peas hefur gefið út sína sjöttu plötu, The Beginning.nordicphotos/getty Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp