Flestir vilja ljúka viðræðum og kjósa 28. september 2010 06:00 Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja frekar að aðlidarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og málið lagt í dóm þjóðarinnar. Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn frekar en að draga umsókn um aðild til baka. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill ljúka aðildarviðræðunum, alls 83,8 prósent. Alls sögðu 16,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú að þeir vildu frekar draga umsóknina til baka. Hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna er einnig meirihluti fyrir þeirri leið, og vildu 63,6 prósent ljúka viðræðunum, en 36,4 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru klofnir í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Alls vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 46,4 prósent vildu ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Hlutföllin eru svipuð meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, þótt munurinn á hópunum sé ívið minni. Alls vilja 52,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa flokkinn draga umsóknina til baka, en 47,8 prósent vilja frekar ljúka viðræðunum. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu fylgismanna annarra framboða til spurningarinnar. Lítill munur var á afstöðu kynjanna til aðildarviðræðna. Alls vilja 65,1 prósent karla sem afstöðu tóku ljúka viðræðunum, en 63,2 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 88,9 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja frekar að aðlidarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og málið lagt í dóm þjóðarinnar. Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn frekar en að draga umsókn um aðild til baka. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill ljúka aðildarviðræðunum, alls 83,8 prósent. Alls sögðu 16,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú að þeir vildu frekar draga umsóknina til baka. Hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna er einnig meirihluti fyrir þeirri leið, og vildu 63,6 prósent ljúka viðræðunum, en 36,4 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru klofnir í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Alls vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 46,4 prósent vildu ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Hlutföllin eru svipuð meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, þótt munurinn á hópunum sé ívið minni. Alls vilja 52,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa flokkinn draga umsóknina til baka, en 47,8 prósent vilja frekar ljúka viðræðunum. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu fylgismanna annarra framboða til spurningarinnar. Lítill munur var á afstöðu kynjanna til aðildarviðræðna. Alls vilja 65,1 prósent karla sem afstöðu tóku ljúka viðræðunum, en 63,2 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 88,9 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira