Náðarbrauðið Gerður Kristný skrifar 12. apríl 2010 06:00 Við lifum á tímum gegndarlauss uppnáms og ekki var síðasta vika frí af slíku. Áslaug Guðrúnardóttir, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, flutti sláandi frétt þar sem sýndar voru myndir sem virðast teknar úr launsátri aftan á fólk sem bíður í röð eftir náðarbrauði Fjölskylduhjálparinnar. Í frétt Áslaugar benti félagsfræðingurinn Harpa Njáls á að stjórnvöld hafi alla tíð vitað að hér á landi væri greiddur út lífeyrir sem ekki dygði til framfærslu. Þess vegna hafi stjórnvöld heldur ekki viljað reikna út hvað lífeyririnn þyrfti raunverulega að vera hár. Á hinum Norðurlöndunum væri félagslega kerfið byggt upp á jöfnuði en ekki frjálshyggju - eins og hér. Þess vegna þarf fólk að þola þá niðurlægingu að leita á náðir hjálparstofnana eftir brýnustu lífsnauðsynjum. Borgaryfirvöldum finnst mikilvægara að atvinnulaust fólk fái tækifæri til að leika golf en að það geti borðað. Í hugann kemur frásögnin af fátækrahælinu í bókinni um Emil í Kattholti. Þótt fátæklingunum hefði verið gefinn jólamatur fengu þeir ekki að njóta hans því ráðskonan stakk honum undan og át hann sjálf. Reykjavíkurborg virðist eiga fé en ætlar að verja því í golfvöll. Fleiri alvarlegar fréttir rak á fjörur fréttastofa því ekki höfðum við fyrr gert okkur grein fyrir því að saklausir borgarar létu í alvörunni lífið í hernaðarátökunum í Bagdad en fjölmiðlar tóku að fjalla um tölvupósta sem flogið hefðu á milli helstu hluthafanna í gamla Glitni og æðstu stjórnenda bankans. Afskipti eigendanna þykja hafa verið svona heldur í meira lagi. Margir hafa líka undrast að þessir menn hafi látið hanka sig á tölvupóstum í stað þess að ræða jafnmikilvæg efni í síma eða á lokuðum fundum en á brotunum sem Morgunblaðið birti úr tölvupóstunum sést að menn hafa verið býsna öruggir með sig. Orðalagið er kokhraust, enda er þetta skrifað á glæstum tímum þegar allt virtist mögulegt og orðið „skilanefnd" var okkur ekki enn tamt á tungu. Í einu af tölvuskeytum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til Lárusar Welding bankastjóra skrifar hann um mál sem hann hafi verið „að bögga með" og kveðst setja eitthvað „skýrt upp the bonus way". Að gera eitthvað „the bonus way" varð strax fleygt og gæti þetta orðatiltæki ef til vill komist í sama flokk og „Ekkert mál fyrir Jón Pál", „Minn tími mun koma" og „Ísland er stórasta land í heimi". Stundum hlotnast fjölmiðlum sá heiður að skýra okkur frá því sem við vissum í raun og veru alltaf. Það er ömurlegt að vera fátækur, fólk deyr í stríði og þeir sem eru valdamiklir og ríkir vilja verða enn valdameiri og ríkari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Við lifum á tímum gegndarlauss uppnáms og ekki var síðasta vika frí af slíku. Áslaug Guðrúnardóttir, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, flutti sláandi frétt þar sem sýndar voru myndir sem virðast teknar úr launsátri aftan á fólk sem bíður í röð eftir náðarbrauði Fjölskylduhjálparinnar. Í frétt Áslaugar benti félagsfræðingurinn Harpa Njáls á að stjórnvöld hafi alla tíð vitað að hér á landi væri greiddur út lífeyrir sem ekki dygði til framfærslu. Þess vegna hafi stjórnvöld heldur ekki viljað reikna út hvað lífeyririnn þyrfti raunverulega að vera hár. Á hinum Norðurlöndunum væri félagslega kerfið byggt upp á jöfnuði en ekki frjálshyggju - eins og hér. Þess vegna þarf fólk að þola þá niðurlægingu að leita á náðir hjálparstofnana eftir brýnustu lífsnauðsynjum. Borgaryfirvöldum finnst mikilvægara að atvinnulaust fólk fái tækifæri til að leika golf en að það geti borðað. Í hugann kemur frásögnin af fátækrahælinu í bókinni um Emil í Kattholti. Þótt fátæklingunum hefði verið gefinn jólamatur fengu þeir ekki að njóta hans því ráðskonan stakk honum undan og át hann sjálf. Reykjavíkurborg virðist eiga fé en ætlar að verja því í golfvöll. Fleiri alvarlegar fréttir rak á fjörur fréttastofa því ekki höfðum við fyrr gert okkur grein fyrir því að saklausir borgarar létu í alvörunni lífið í hernaðarátökunum í Bagdad en fjölmiðlar tóku að fjalla um tölvupósta sem flogið hefðu á milli helstu hluthafanna í gamla Glitni og æðstu stjórnenda bankans. Afskipti eigendanna þykja hafa verið svona heldur í meira lagi. Margir hafa líka undrast að þessir menn hafi látið hanka sig á tölvupóstum í stað þess að ræða jafnmikilvæg efni í síma eða á lokuðum fundum en á brotunum sem Morgunblaðið birti úr tölvupóstunum sést að menn hafa verið býsna öruggir með sig. Orðalagið er kokhraust, enda er þetta skrifað á glæstum tímum þegar allt virtist mögulegt og orðið „skilanefnd" var okkur ekki enn tamt á tungu. Í einu af tölvuskeytum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til Lárusar Welding bankastjóra skrifar hann um mál sem hann hafi verið „að bögga með" og kveðst setja eitthvað „skýrt upp the bonus way". Að gera eitthvað „the bonus way" varð strax fleygt og gæti þetta orðatiltæki ef til vill komist í sama flokk og „Ekkert mál fyrir Jón Pál", „Minn tími mun koma" og „Ísland er stórasta land í heimi". Stundum hlotnast fjölmiðlum sá heiður að skýra okkur frá því sem við vissum í raun og veru alltaf. Það er ömurlegt að vera fátækur, fólk deyr í stríði og þeir sem eru valdamiklir og ríkir vilja verða enn valdameiri og ríkari.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun