Segja umferðarþunga rekast á náttúruvernd 1. október 2010 05:15 Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til í verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn að ýmsum slóðum og vegum verði lokað fyrir umferð. Í sameiginlegu svari stjórnar þjóðgarðsins til allra þeirra ríflega tvö hundruð aðila sem gerðu athugasemdir við upphaflega verndaráætlun er bent á að markmið með stofnun náttúruverndarsvæðis sé að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. „Í seinni tíð hefur umferð ökutækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi," segir stjórnin. „Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðinum með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölgun ökuleiða rekst á markmið náttúruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið." Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við áætlun stjórnar þjóðgarðsins er svokölluð „ferðafrelsisnefnd" Eyjafjarðardeildar ferðaklúbbsins 4x4. Hún mótmælir sérstaklega lokun fjögurra akvega. Þetta eru leið norðan Dyngjufjalla, slóði sunnan Vaðöldu, stytting inn á veg um Dyngjufjalladal og vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið. „Höfundar áætlunarinnar ætla að komast upp með að LOKA leiðum án rökstuðnings og allrar umfjöllunar," segir í athugasemdum Eyjafjarðardeildarinnar, sem meðal annars ræðir um afar umdeilda lokun vegar um Vonarskarð. „Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda (hverfur jafnvel milli ára) og akstur um þessa leið í Vonarskarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu." Þá gagnrýna jeppamennirnir að leggja eigi áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíla: „Í rannsóknargögnum Vegagerðar ríkisins kemur fram að akstur einnar stórrar bifreiðar sé jafn slítandi á vegi og nokkrar tugþúsundir einkabíla." Eyjafjarðardeildin segist ekki eingöngu hafa eigin hagsmuni í huga. „Þó svo að telja megi að við höfum einungis sjónarmið jeppamennsku að leiðarljósi, þá er það staðreynd að mjög fáir gestir, nýtingaraðilar (smalar, veiðimenn og svo framvegis), og einnig starfsmenn þjóðgarðsins munu vart komast leiðar sinnar án vegslóða innan hans og góðra aðkomuleiða." Eins og fram hefur komið ætla ýmsir hópar að koma saman í Vonarskarði á morgun til að mótmæla áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki hefur náðst tal af formanni stjórnarinnar né umhverfisráðherra sem taka á ákvörðun um áætlunina. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til í verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn að ýmsum slóðum og vegum verði lokað fyrir umferð. Í sameiginlegu svari stjórnar þjóðgarðsins til allra þeirra ríflega tvö hundruð aðila sem gerðu athugasemdir við upphaflega verndaráætlun er bent á að markmið með stofnun náttúruverndarsvæðis sé að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. „Í seinni tíð hefur umferð ökutækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi," segir stjórnin. „Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðinum með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölgun ökuleiða rekst á markmið náttúruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið." Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við áætlun stjórnar þjóðgarðsins er svokölluð „ferðafrelsisnefnd" Eyjafjarðardeildar ferðaklúbbsins 4x4. Hún mótmælir sérstaklega lokun fjögurra akvega. Þetta eru leið norðan Dyngjufjalla, slóði sunnan Vaðöldu, stytting inn á veg um Dyngjufjalladal og vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið. „Höfundar áætlunarinnar ætla að komast upp með að LOKA leiðum án rökstuðnings og allrar umfjöllunar," segir í athugasemdum Eyjafjarðardeildarinnar, sem meðal annars ræðir um afar umdeilda lokun vegar um Vonarskarð. „Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda (hverfur jafnvel milli ára) og akstur um þessa leið í Vonarskarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu." Þá gagnrýna jeppamennirnir að leggja eigi áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíla: „Í rannsóknargögnum Vegagerðar ríkisins kemur fram að akstur einnar stórrar bifreiðar sé jafn slítandi á vegi og nokkrar tugþúsundir einkabíla." Eyjafjarðardeildin segist ekki eingöngu hafa eigin hagsmuni í huga. „Þó svo að telja megi að við höfum einungis sjónarmið jeppamennsku að leiðarljósi, þá er það staðreynd að mjög fáir gestir, nýtingaraðilar (smalar, veiðimenn og svo framvegis), og einnig starfsmenn þjóðgarðsins munu vart komast leiðar sinnar án vegslóða innan hans og góðra aðkomuleiða." Eins og fram hefur komið ætla ýmsir hópar að koma saman í Vonarskarði á morgun til að mótmæla áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki hefur náðst tal af formanni stjórnarinnar né umhverfisráðherra sem taka á ákvörðun um áætlunina. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira