Golf

Matteo Manassero nýliði ársins á Evrópumótaröðinni

Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi.
Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Nordic Photos/Getty Images

Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október.

„Þessi verðlaun eru mjög sérstök og mikilvæg í mínum huga þar sem kylfingar fá aðeins eitt tækifæri til þess að vinna þessi verðlaun," sagði Manassero en hann endaði í 31. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar en hann vann sér inn um 136 milljónir kr. á keppnistímabilinu.

Í apríl skrifaði Manassero einnig nafn sitt í sögubækurnar þegar hann tók þátt á Mastersmótinu á Augusta en hann er yngsti áhugamaðurinn sem keppir á því stórmóti og sá yngsti sem kemst í gegnum niðurskurðinn.

Það eru margir þekktir kylfingar sem hafa fengið þessa viðurkenningu á Evrópumótaröðinni og má þar nefna Nick Faldo, Jose Maria Olazabal, Colin Montgomerie og Sergio Garcia.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×