Var illa við að skilja dýrin eftir á bænum 22. mars 2010 06:00 Vilborg segir verst að hafa þurft að skilja skepnurnar eftir en hún sleppti tveimur merum lausum áður en hún fór. Fréttablaðið/daníel „Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Vilborg fékk símtal fljótlega eftir miðnætti á laugardagskvöld og var sagt að hún þyrfti að yfirgefa heimilið ásamt foreldrum sínum. Þau fengu gistingu hjá systur Vilborgar á Hvolsvelli. „Það kom sér vel að hún er í fríi á Kanarí. Við vorum fljót að taka okkur til en mamma tók að vísu ansi mikinn farangur með sér,“ segir Vilborg. Kindur, kýr og hestar eru á bænum og segir Vilborg að verst hafi verið að skilja skepnurnar eftir. „Mér var hugsað til dýranna áður en ég fór. Hrossin ganga flest laus, fyrir utan tvær merar sem voru inni í hesthúsi og ég sleppti lausum. Ég man að ég hugsaði með mér: Þetta er Eyjafjallajökull. Annaðhvort verður allt í lagi eða þetta fer illa. Sem betur fer fór allt vel í þetta sinn og dýrin voru öll róleg.“ Vilborg fékk að fara heim í gær til að huga að skepnunum og var að gefa hestunum þegar Fréttablaðið bar að garði. Hún hafði þá ekki fengið að vita hvort hún mætti sofa heima hjá sér í nótt. Hún kvaðst mundu fara heim ef það yrði heimilað en foreldrar hennar myndu gista heima hjá systur hennar að minnsta kosti eina nótt í viðbót. Þrátt fyrir afleitt skyggni sást bjarminn frá gosinu vel frá Hvítanesi aðfaranótt sunnudags. Vilborg segir þó ekki íþyngjandi tilhugsun að búa í grennd við virka eldstöð. „Þetta venst; ef það væri ekki þetta þá eitthvað annað. En nú hlýtur Katla að fara að rumska; það held ég að hljóti að vera.“ bergsteinn@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Vilborg fékk símtal fljótlega eftir miðnætti á laugardagskvöld og var sagt að hún þyrfti að yfirgefa heimilið ásamt foreldrum sínum. Þau fengu gistingu hjá systur Vilborgar á Hvolsvelli. „Það kom sér vel að hún er í fríi á Kanarí. Við vorum fljót að taka okkur til en mamma tók að vísu ansi mikinn farangur með sér,“ segir Vilborg. Kindur, kýr og hestar eru á bænum og segir Vilborg að verst hafi verið að skilja skepnurnar eftir. „Mér var hugsað til dýranna áður en ég fór. Hrossin ganga flest laus, fyrir utan tvær merar sem voru inni í hesthúsi og ég sleppti lausum. Ég man að ég hugsaði með mér: Þetta er Eyjafjallajökull. Annaðhvort verður allt í lagi eða þetta fer illa. Sem betur fer fór allt vel í þetta sinn og dýrin voru öll róleg.“ Vilborg fékk að fara heim í gær til að huga að skepnunum og var að gefa hestunum þegar Fréttablaðið bar að garði. Hún hafði þá ekki fengið að vita hvort hún mætti sofa heima hjá sér í nótt. Hún kvaðst mundu fara heim ef það yrði heimilað en foreldrar hennar myndu gista heima hjá systur hennar að minnsta kosti eina nótt í viðbót. Þrátt fyrir afleitt skyggni sást bjarminn frá gosinu vel frá Hvítanesi aðfaranótt sunnudags. Vilborg segir þó ekki íþyngjandi tilhugsun að búa í grennd við virka eldstöð. „Þetta venst; ef það væri ekki þetta þá eitthvað annað. En nú hlýtur Katla að fara að rumska; það held ég að hljóti að vera.“ bergsteinn@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira