Kannski er ég þá strákur Anna Margrét Björnsson skrifar 9. febrúar 2010 06:00 Líkamar karls og konu byrja eins hjá fóstri og eru ekkert svo gersamlega frábrugðnir eftir allt saman. Þær endingargóðu staðhæfingar sem gilda enn um kynin verða því enn undarlegri þegar þessi staðreynd er rifjuð upp. Nú hef ég ætíð talið mig „kvenlega" konu ef einhver mögulegur mælikvarði er settur á slíkt. Það er að segja, ég er með sítt hár, mála mig og geng í pilsum. En ef ég kaupi tískublað fyrir konur eins og mig er það alltaf uppfullt af alls kyns rusli sem ég myndi aldrei bjóða neinum upp á að lesa. Gömul og gróin alþjóðleg tímarit eru enn að birta greinar sem fjalla um hvernig maður eigi að fullnægja karlmanni á allan hátt, hvers vegna karlmenn eigi erfitt með að bindast, hvers vegna karlmenn haldi framhjá og hvernig maður eigi að halda í karlmann þegar maður er nú einu sinni búinn að ná í hann. Hvaða kjaftæði er þetta eiginlega? Mér finnst þá „karla"-tímaritin miklu skemmtilegri því það virðist að karlar hafi mun víðara áhugasvið en við konurnar! Sú markaðsvæðing sem snýr að okkur mýkra kyninu hefur farið í taugarnar á mér alveg síðan að ég kastaði bleikum smáhestum úr plasti í haug með aflimuðum Barbie-dúkkum í æsku. Ég hata þessar skelfilegu sjálfshjálparbækur skrifaðar fyrir ungar konur og fylgja í kjölfarið á bók eftir snilling sem ákvað einu sinni að konur væru frá Venus og karlmenn frá Mars og við gætum því engan veginn skilið hvort annað. Versta bók sem ég hef nokkurn tímann lesið naut mikilla vinsælda og heitir Hann er ekki nógu skotinn í þér. Þar er konum í alvörunni ráðlagt að hringja ekki í karlmann í þrjá daga eftir deit. Hvaða góða samband karls og konu gæti mögulega verið byggt á slíkri vitleysu? Ég verð að játa að hlutir sem eru markaðssettir fyrir konur fara bara gersamlega fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Ég er ekki ein af þeim konum sem vildu að þær lifðu í Sex and The City-þætti þar sem lífið einkennist af sushi og hvítvíni með vinkonum í hádeginu og karlmenn eru annaðhvort hjásvæfur eða geimverur. Mér kom þetta allt til hugar þegar sjö ára sonur minn ákvað að hann gæti ekki leikið lengur við bestu vinkonu sína (en þau deila öllum mögulegum áhugasviðum) vegna þess að honum var bent á af skólafélögunum að hún væri jú stelpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Margrét Björnsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Líkamar karls og konu byrja eins hjá fóstri og eru ekkert svo gersamlega frábrugðnir eftir allt saman. Þær endingargóðu staðhæfingar sem gilda enn um kynin verða því enn undarlegri þegar þessi staðreynd er rifjuð upp. Nú hef ég ætíð talið mig „kvenlega" konu ef einhver mögulegur mælikvarði er settur á slíkt. Það er að segja, ég er með sítt hár, mála mig og geng í pilsum. En ef ég kaupi tískublað fyrir konur eins og mig er það alltaf uppfullt af alls kyns rusli sem ég myndi aldrei bjóða neinum upp á að lesa. Gömul og gróin alþjóðleg tímarit eru enn að birta greinar sem fjalla um hvernig maður eigi að fullnægja karlmanni á allan hátt, hvers vegna karlmenn eigi erfitt með að bindast, hvers vegna karlmenn haldi framhjá og hvernig maður eigi að halda í karlmann þegar maður er nú einu sinni búinn að ná í hann. Hvaða kjaftæði er þetta eiginlega? Mér finnst þá „karla"-tímaritin miklu skemmtilegri því það virðist að karlar hafi mun víðara áhugasvið en við konurnar! Sú markaðsvæðing sem snýr að okkur mýkra kyninu hefur farið í taugarnar á mér alveg síðan að ég kastaði bleikum smáhestum úr plasti í haug með aflimuðum Barbie-dúkkum í æsku. Ég hata þessar skelfilegu sjálfshjálparbækur skrifaðar fyrir ungar konur og fylgja í kjölfarið á bók eftir snilling sem ákvað einu sinni að konur væru frá Venus og karlmenn frá Mars og við gætum því engan veginn skilið hvort annað. Versta bók sem ég hef nokkurn tímann lesið naut mikilla vinsælda og heitir Hann er ekki nógu skotinn í þér. Þar er konum í alvörunni ráðlagt að hringja ekki í karlmann í þrjá daga eftir deit. Hvaða góða samband karls og konu gæti mögulega verið byggt á slíkri vitleysu? Ég verð að játa að hlutir sem eru markaðssettir fyrir konur fara bara gersamlega fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Ég er ekki ein af þeim konum sem vildu að þær lifðu í Sex and The City-þætti þar sem lífið einkennist af sushi og hvítvíni með vinkonum í hádeginu og karlmenn eru annaðhvort hjásvæfur eða geimverur. Mér kom þetta allt til hugar þegar sjö ára sonur minn ákvað að hann gæti ekki leikið lengur við bestu vinkonu sína (en þau deila öllum mögulegum áhugasviðum) vegna þess að honum var bent á af skólafélögunum að hún væri jú stelpa.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun