Kjöraðstæður til golfleiks á fyrsta degi Íslandsmóts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 09:45 Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, setur Íslandmótið í morgun. Mynd/Valur Jónatansson Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti. Golf Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti.
Golf Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira