Formúlu 1 meistarinn keppir í kappakstursmóti meistaranna 25. nóvember 2010 11:27 Sebastain Vettel heimsótti Heppenheim, heimabæ sinn á sunnudaginn og keppir í Dusseldorf um helgina í kappakstursmóti meistaranna. Mynd: Getty Images/Alex Grimm Bongarts Sextán ökumenn eru skráðir í kappkstursmót meistaranna, Race of Champions sem fer fram í Düsseldorf í Þýskalandi um helgina. Meðal ökumanna er Sebastian Vettel, nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, auk Michael Schumacher, Alain Prost, Sebastian Loeb og Michael Doohan, sem allr eru heimsþekktir akstursíþróttamenn, sem ýmist keppa ennþá eða gerðu það á árum áður. Keppt verður á sérútbúnu malbikuðu mótssvæði sem er búið að setja upp á knattspyrnuvelli sem er heimavöllur Fortuna Dusseldorf. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á laugardag kl. 17.45 og á sunnudag kl. 11.45. Keppendur aka ýmiskonar farartækjum, Audi R8LMS, Porsche 911 og VW Scirocco. Þá verða þeir líka um borð í ROC bíl svokölluðum, KTM X Bow, Soution F Prototype og sértúbúnum grindarbílum. "Við erum hæstánægðir með þær stjörnur sem keppa og bílanna fyrir mót helgarinnar. Meistarar úr tveimur stærstu mótaröðunum munu geta keppt gegn mörgum af bestu ökumönnum allra tíma. Ólík farartæki munu reyna þá og þannig finnum við út Meistara meistaranna", segir Fredrik Johansson á www.raceofchampions.com, sem er heimasíða mótsins. Fjöldi akstursíþróttamanna mun leika listir sínar á milli atrenna í sjálfu kappakstursmótinu í sérstökum sýningaratriðum. Ökumenn sem keppa um helgina í ROC • Sebastian VETTEL, meistari í Formúlu 1 • Michael SCHUMACHER, sjöfaldur Formúlu 1 meistari • Alain PROST, Fjórfaldur Formúlu 1 meistari • Sébastien LOEB, sjöfaldur heimsmeistari í rallakstri • Mick DOOHAN, fjórfaldur mótorhjólameistari (500 cc) • Tanner FOUST, meistari í X-Games í rallakstri 2010 • Heikki KOVALAINEN, ökumaður Lotus í Formúlu 1 • Tom KRISTENSEN, áttfaldur sigurvegari í Le Mans • Andy PRIAULX, þrefaldur meistari í sportbílakappakstri • Jason PLATO, Tvöfaldur meistari í BTTC (British Touring Car) • Alvaro PARENTE, Sigurvegari í ROC Suður Evrópu 2010 • Filipe ALBUQUERQUE, Sigurvegari í ROC Suður Evrópu 2010 • Jeroen BLEEKEMOLEN, Tvöfaldur sigurvegari Porsche Supercup • Bertrand BAGUETTE, meistari 2009 í World Series by Renault • Carl EDWARDS, meistari 2007 í NASCAR Nationwide Series • Travis PASTRANA, ellefufaldur gullverðlaunahafi í X-Games Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sextán ökumenn eru skráðir í kappkstursmót meistaranna, Race of Champions sem fer fram í Düsseldorf í Þýskalandi um helgina. Meðal ökumanna er Sebastian Vettel, nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, auk Michael Schumacher, Alain Prost, Sebastian Loeb og Michael Doohan, sem allr eru heimsþekktir akstursíþróttamenn, sem ýmist keppa ennþá eða gerðu það á árum áður. Keppt verður á sérútbúnu malbikuðu mótssvæði sem er búið að setja upp á knattspyrnuvelli sem er heimavöllur Fortuna Dusseldorf. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á laugardag kl. 17.45 og á sunnudag kl. 11.45. Keppendur aka ýmiskonar farartækjum, Audi R8LMS, Porsche 911 og VW Scirocco. Þá verða þeir líka um borð í ROC bíl svokölluðum, KTM X Bow, Soution F Prototype og sértúbúnum grindarbílum. "Við erum hæstánægðir með þær stjörnur sem keppa og bílanna fyrir mót helgarinnar. Meistarar úr tveimur stærstu mótaröðunum munu geta keppt gegn mörgum af bestu ökumönnum allra tíma. Ólík farartæki munu reyna þá og þannig finnum við út Meistara meistaranna", segir Fredrik Johansson á www.raceofchampions.com, sem er heimasíða mótsins. Fjöldi akstursíþróttamanna mun leika listir sínar á milli atrenna í sjálfu kappakstursmótinu í sérstökum sýningaratriðum. Ökumenn sem keppa um helgina í ROC • Sebastian VETTEL, meistari í Formúlu 1 • Michael SCHUMACHER, sjöfaldur Formúlu 1 meistari • Alain PROST, Fjórfaldur Formúlu 1 meistari • Sébastien LOEB, sjöfaldur heimsmeistari í rallakstri • Mick DOOHAN, fjórfaldur mótorhjólameistari (500 cc) • Tanner FOUST, meistari í X-Games í rallakstri 2010 • Heikki KOVALAINEN, ökumaður Lotus í Formúlu 1 • Tom KRISTENSEN, áttfaldur sigurvegari í Le Mans • Andy PRIAULX, þrefaldur meistari í sportbílakappakstri • Jason PLATO, Tvöfaldur meistari í BTTC (British Touring Car) • Alvaro PARENTE, Sigurvegari í ROC Suður Evrópu 2010 • Filipe ALBUQUERQUE, Sigurvegari í ROC Suður Evrópu 2010 • Jeroen BLEEKEMOLEN, Tvöfaldur sigurvegari Porsche Supercup • Bertrand BAGUETTE, meistari 2009 í World Series by Renault • Carl EDWARDS, meistari 2007 í NASCAR Nationwide Series • Travis PASTRANA, ellefufaldur gullverðlaunahafi í X-Games
Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira