Birgir Leifur sjóðheitur og leiðir í Kiðjaberginu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 16:01 Birgir Leifur sýndi í dag að hann er líklegur til afreka um helgina. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG mun líklega leiða Íslandsmótið í golfi í Kiðjabergi eftir fyrsta daginn en hann var að koma í hús á 68 höggum, eða þrem undir pari, sem er vallarmet. Birgir Leifur lék glæsilegt golf í dag og fékk þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Alls fékk hann sex fugla í dag og þrjá skolla. Sigurpáll Geir Sveinsson lék einnig mjög vel í dag en hann lauk keppni á 69 höggum og er því höggi á eftir Birgi Leifi. Af þeim kylfingum sem hafa lokið keppni þá koma næstir þeir Sigmundur Einar Másson og Heiðar Davíð Bragason á 71 höggi. Hlynur Geir Hjartarson, Ólafur Már Sigurðsson, Örn Ævar Hjartarson og Hrafn Guðlaugsson léku allir á 72 höggum. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Ólafur Björn Loftsson, fann sig ekki í dag og skilaði skorkorti upp á 76 högg. Hann þarf því heldur betur að taka sig á ef hann ætlar að verja titilinn. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG mun líklega leiða Íslandsmótið í golfi í Kiðjabergi eftir fyrsta daginn en hann var að koma í hús á 68 höggum, eða þrem undir pari, sem er vallarmet. Birgir Leifur lék glæsilegt golf í dag og fékk þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Alls fékk hann sex fugla í dag og þrjá skolla. Sigurpáll Geir Sveinsson lék einnig mjög vel í dag en hann lauk keppni á 69 höggum og er því höggi á eftir Birgi Leifi. Af þeim kylfingum sem hafa lokið keppni þá koma næstir þeir Sigmundur Einar Másson og Heiðar Davíð Bragason á 71 höggi. Hlynur Geir Hjartarson, Ólafur Már Sigurðsson, Örn Ævar Hjartarson og Hrafn Guðlaugsson léku allir á 72 höggum. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Ólafur Björn Loftsson, fann sig ekki í dag og skilaði skorkorti upp á 76 högg. Hann þarf því heldur betur að taka sig á ef hann ætlar að verja titilinn.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira