Slembilukkunnar lof Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 23. september 2010 06:00 Slembilukka er það víst kallað þegar tilviljun ræður því að maður er á réttum stað á hárréttum tíma. Þegar því er öfugt farið er það ólán eða ósköp, slys. Fyrir nokkrum dögum var ég stödd í amerískri stórborg á búðarrápi. Á rápinu heyrði ég einn daginn í þrumum, fann fyrir nokkrum regndropum og sá hvernig dimmdi hratt yfir skýjakljúfunum. Til að leita skjóls undan rigningunni vippaði ég mér inn í búð. Þetta var tískuvöruverslun sem teygði sig inn eftir húsinu á tveimur hæðum. Með dúndrandi rokktónlist í eyrunum ráfaði ég áleiðis niður í kjallara og heyrði ekki mannsins mál. Þarna var margt að sjá og mér dvaldist í búðinni. Eftir tæpan hálftíma fór ég út. Það hafði stytt upp. Gangstéttirnar voru blautar og götusalarnir höfðu pakkað saman. Ég kíkti í fleiri búðir, verslaði meira áður en haldið skyldi heim yfir ána. Heimferðin gekk illa. Leigubílar komust ekki lönd né strönd, lestir gengu ekki og hitinn og mannmergðin á lestarpöllunum ætlaði sveitamanninn mig, lifandi að drepa. Þetta er sjálfsagt daglegt brauð í stórborginni hugsaði ég og reyndi að þykjast veraldarvön. Ég komst á leiðarenda seint og um síðir. Lúin settist ég niður og kveikti á sjónvarpinu. Æstir fréttamenn sögðu óðamála frá fellibyl. Ég var smástund að átta mig á að fellibylurinn sem um ræddi hafði ætt gegnum borgina, þar sem ég sjálf var stödd! Á rúmum stundarfjórðungi hafði hann rifið tré af rótum, rifið húsþök og brotið rúður. Strax var vitað til þess að einn hefði farist í hamförunum. Tré hafði fallið á bíl ungrar konu þar sem hún sat undir stýri. Þúsundir heimila voru rafmagnslaus og slökkviliðið stóð í ströngu við að ryðja götur svo fólk kæmist heim. Furðu lostin starði ég á sjónvarpsskjáinn. Hafði fellibylur gengið yfir borgina? Hvenær? Dagurinn hófst á því að ég fékk mér morgunkaffi í glampandi sól og blíðu! Ég rifjaði lauslega upp liðinn dag og jú, mundi eftir því að hafa heyrt í þrumum, jafnvel fundið fyrir regndropum áður en ég skaust inn í búð. Slembilukku má sjálfsagt kalla það að ég var stödd ofan í rammgerðum kjallara þegar ósköpin gengu yfir. Á réttum stað á réttum tíma. Sama verður ekki sagt um ungu konuna sem fórst en hún hafði skipt um sæti við manninn sinn, einungis nokkrum mínútum áður en tréð féll á bílinn hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Slembilukka er það víst kallað þegar tilviljun ræður því að maður er á réttum stað á hárréttum tíma. Þegar því er öfugt farið er það ólán eða ósköp, slys. Fyrir nokkrum dögum var ég stödd í amerískri stórborg á búðarrápi. Á rápinu heyrði ég einn daginn í þrumum, fann fyrir nokkrum regndropum og sá hvernig dimmdi hratt yfir skýjakljúfunum. Til að leita skjóls undan rigningunni vippaði ég mér inn í búð. Þetta var tískuvöruverslun sem teygði sig inn eftir húsinu á tveimur hæðum. Með dúndrandi rokktónlist í eyrunum ráfaði ég áleiðis niður í kjallara og heyrði ekki mannsins mál. Þarna var margt að sjá og mér dvaldist í búðinni. Eftir tæpan hálftíma fór ég út. Það hafði stytt upp. Gangstéttirnar voru blautar og götusalarnir höfðu pakkað saman. Ég kíkti í fleiri búðir, verslaði meira áður en haldið skyldi heim yfir ána. Heimferðin gekk illa. Leigubílar komust ekki lönd né strönd, lestir gengu ekki og hitinn og mannmergðin á lestarpöllunum ætlaði sveitamanninn mig, lifandi að drepa. Þetta er sjálfsagt daglegt brauð í stórborginni hugsaði ég og reyndi að þykjast veraldarvön. Ég komst á leiðarenda seint og um síðir. Lúin settist ég niður og kveikti á sjónvarpinu. Æstir fréttamenn sögðu óðamála frá fellibyl. Ég var smástund að átta mig á að fellibylurinn sem um ræddi hafði ætt gegnum borgina, þar sem ég sjálf var stödd! Á rúmum stundarfjórðungi hafði hann rifið tré af rótum, rifið húsþök og brotið rúður. Strax var vitað til þess að einn hefði farist í hamförunum. Tré hafði fallið á bíl ungrar konu þar sem hún sat undir stýri. Þúsundir heimila voru rafmagnslaus og slökkviliðið stóð í ströngu við að ryðja götur svo fólk kæmist heim. Furðu lostin starði ég á sjónvarpsskjáinn. Hafði fellibylur gengið yfir borgina? Hvenær? Dagurinn hófst á því að ég fékk mér morgunkaffi í glampandi sól og blíðu! Ég rifjaði lauslega upp liðinn dag og jú, mundi eftir því að hafa heyrt í þrumum, jafnvel fundið fyrir regndropum áður en ég skaust inn í búð. Slembilukku má sjálfsagt kalla það að ég var stödd ofan í rammgerðum kjallara þegar ósköpin gengu yfir. Á réttum stað á réttum tíma. Sama verður ekki sagt um ungu konuna sem fórst en hún hafði skipt um sæti við manninn sinn, einungis nokkrum mínútum áður en tréð féll á bílinn hennar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun