Nauðganir og ofbeldi á jólum 29. desember 2010 05:30 Skotárás Sex menn voru handteknir á aðfangadag eftir að gerð hafði verið skotárás á heimili í Bústaðahverfi. Fjórir þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. mynd/stöð 2 Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira