Nauðganir og ofbeldi á jólum 29. desember 2010 05:30 Skotárás Sex menn voru handteknir á aðfangadag eftir að gerð hafði verið skotárás á heimili í Bústaðahverfi. Fjórir þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. mynd/stöð 2 Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira