Dikta fékk konunglegar móttökur í Berlínarborg 16. september 2010 06:30 sáttir Strákarnir í Diktu í Berlín hjá veggspjaldi þar sem tónleikarnir voru auglýstir. Sveitin fékk frábærar móttökur á tónleikunum. „Þetta gekk hreint ótrúlega vel. Maður vissi ekki alveg í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar maður kom út,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Hljómsveitin hitaði upp fyrir bresku sveitina The Kooks í Berlín á dögunum fyrir framan um fimm þúsund manns. „Þetta var haldið í stórum garði með graslögðum brekkum. Þetta var ótrúlega flott og fagmennskan í kringum þessa tónleika var eitthvað sem við höfum aldrei kynnst áður, hvorki hérlendis né erlendis,“ segir Haukur. „Það var farið með okkur eins og kónga. Það var farið með okkur hingað og þangað, þarna voru tíu manns í eldhúsinu og flottur matseðill og síðan voru sviðsmenn úti um allt að hlaupa fyrir mann.“ Hann bætir við að tónleikarnir sjálfir hafi verið magnaðir og viðbrögð áhorfendanna rosaleg. „Lítill hluti af fólkinu hafði heyrt í tónlistinni okkar áður en samt var þvílíkt klappað og sungið. Við höfum sjaldan fengið jafngóð viðbrögð.“ Eftir tónleikana brugðu Diktu-menn sér út í garðinn og hlustuðu á The Kooks spila. Þar kom hópur áhorfenda óvænt hlaupandi á eftir þeim og heimtaði eiginhandaráritanir. Vissu þeir félagar ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þýskur aðdáandi Diktu lét sömuleiðis í ljós ánægju sína með sveitina á Facebook-síðu hennar: „Ég er ánægður með að þið spiluðuð í Berlín í kvöld og kynntuð mig fyrir tónlistinni ykkar. Frábær lög, nýr aðdáandi!“ Að tónleikunum loknum hitti Dikta strákana í The Kooks og fór með þeim út á lífið. „Það var mjög skemmtilegt. Berlín er afskaplega skemmtileg borg,“ segir Haukur og vill ekkert gefa meira upp um næturævintýri þeirra. Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Kaupmannahöfn á föstudaginn sem eru haldnir í kynningarskyni fyrir Airwaves-hátíðina sem hefst í október. „Ég hlakka mjög mikið til. Það eru margir Íslendingar í Danmörku og þeir eru lengi búnir að grátbiðja okkur um að spila. Svo bauðst okkur þetta og við stukkum á tækifærið.“ Meira er að gerast hjá þessari vinsælustu hljómsveit Íslands því nýtt teiknað myndband við lagið Goodbye er í vinnslu. Það er gert af fyrirtækinu Miðstræti og er að sögn Hauks með þeim flottari sem hann hefur séð hér á landi. Myndbandið verður frumsýnt í kringum Airwaves-hátíðina þar sem Dikta mun að sjálfsögðu troða upp. Platan Get it Together verður síðan gefin út í Þýskalandi á snemma á næsta ári og þar geta hinir fjölmörgu nýju aðdáendur sveitarinnar hlustað á Thank You eins oft og þeir vilja, og auðvitað öll hin lögin líka. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Þetta gekk hreint ótrúlega vel. Maður vissi ekki alveg í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar maður kom út,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Hljómsveitin hitaði upp fyrir bresku sveitina The Kooks í Berlín á dögunum fyrir framan um fimm þúsund manns. „Þetta var haldið í stórum garði með graslögðum brekkum. Þetta var ótrúlega flott og fagmennskan í kringum þessa tónleika var eitthvað sem við höfum aldrei kynnst áður, hvorki hérlendis né erlendis,“ segir Haukur. „Það var farið með okkur eins og kónga. Það var farið með okkur hingað og þangað, þarna voru tíu manns í eldhúsinu og flottur matseðill og síðan voru sviðsmenn úti um allt að hlaupa fyrir mann.“ Hann bætir við að tónleikarnir sjálfir hafi verið magnaðir og viðbrögð áhorfendanna rosaleg. „Lítill hluti af fólkinu hafði heyrt í tónlistinni okkar áður en samt var þvílíkt klappað og sungið. Við höfum sjaldan fengið jafngóð viðbrögð.“ Eftir tónleikana brugðu Diktu-menn sér út í garðinn og hlustuðu á The Kooks spila. Þar kom hópur áhorfenda óvænt hlaupandi á eftir þeim og heimtaði eiginhandaráritanir. Vissu þeir félagar ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þýskur aðdáandi Diktu lét sömuleiðis í ljós ánægju sína með sveitina á Facebook-síðu hennar: „Ég er ánægður með að þið spiluðuð í Berlín í kvöld og kynntuð mig fyrir tónlistinni ykkar. Frábær lög, nýr aðdáandi!“ Að tónleikunum loknum hitti Dikta strákana í The Kooks og fór með þeim út á lífið. „Það var mjög skemmtilegt. Berlín er afskaplega skemmtileg borg,“ segir Haukur og vill ekkert gefa meira upp um næturævintýri þeirra. Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Kaupmannahöfn á föstudaginn sem eru haldnir í kynningarskyni fyrir Airwaves-hátíðina sem hefst í október. „Ég hlakka mjög mikið til. Það eru margir Íslendingar í Danmörku og þeir eru lengi búnir að grátbiðja okkur um að spila. Svo bauðst okkur þetta og við stukkum á tækifærið.“ Meira er að gerast hjá þessari vinsælustu hljómsveit Íslands því nýtt teiknað myndband við lagið Goodbye er í vinnslu. Það er gert af fyrirtækinu Miðstræti og er að sögn Hauks með þeim flottari sem hann hefur séð hér á landi. Myndbandið verður frumsýnt í kringum Airwaves-hátíðina þar sem Dikta mun að sjálfsögðu troða upp. Platan Get it Together verður síðan gefin út í Þýskalandi á snemma á næsta ári og þar geta hinir fjölmörgu nýju aðdáendur sveitarinnar hlustað á Thank You eins oft og þeir vilja, og auðvitað öll hin lögin líka. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira