Vilja að almenningur fái meiri vernd en fyrirtæki - fréttaskýring 16. september 2010 03:30 Fyrir dóm Fjölmenni var í dómsal Hæstaréttar þegar málið var flutt þar hinn 6. september síðastliðinn.Fréttablaðið/GVA Hvaða áhrif telja sérfræðingar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að dómur Hæstaréttar í gengislánamálinu hafi? Sterk sanngirnisrök eru fyrir því að kostnaður almennings vegna gengistryggðra lána sem kunna að verða dæmd ólögmæt í Hæstarétti verði ekki óhóflegur, og að almenningur fái meiri vernd og önnur úrræði en fyrirtæki, að því er fram kemur í samantekt um gengislánin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Óvíst er hvort hluti þeirra gengistryggðu lána sem almenningur tók á undanförnum árum muni teljast löglegur þótt Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að önnur séu ólögleg, samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins. Þar segir enn fremur að stöðugleiki fjármálakerfisins velti á því að farsæl og sanngjörn lausn fáist í málinu. Í dæmum sem starfsmenn ráðuneytisins hafa reiknað út er annars vegar gert ráð fyrir því að hluti lántakenda sitji uppi með gengislán en aðrir ekki, og hins vegar að báðir greiði óverðtryggða vexti Seðlabankans, óháð skilmálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur fram í samantekt ráðuneytisins að heildarupphæð erlendra lána nemi samtals um 1.000 milljörðum króna. Stærstur hluti lánanna, um 840 milljarðar, var tekinn af fyrirtækjum, en lán einstaklinga standa nú í ríflega 141 milljarði króna. Af því eru um 80 milljarðar vegna húsnæðislána en 61 milljarður vegna bílalána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 23. júlí síðastliðinn að skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýsingu hafi verið ólögmæt og það skuli gera upp eins og ef það hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Málinu var skotið til Hæstaréttar. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær telja líklegt að dómur falli í málinu í Hæstarétti í dag, eða í síðasta lagi næstkomandi fimmtudag. Niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, getur leitt til þess að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá fjármálafyrirtækjum og eigendum þeirra til ákveðins hóps lántakenda. Eigendur íslensku fjármálafyrirtækjanna eru eins og kunnugt er bæði íslenska ríkið og erlendir kröfuhafar. Í samantekt ráðuneytisins kemur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fram að gengistryggð lán almennings sem tekin voru til 25 ára geti lækkað um allt að 47 prósent. Dóminum muni líklega fylgja umtalsvert betri vaxtakjör en fólki sem tók lán í íslenskum krónum hafi boðist. Nefnd um fjármálastöðugleika hefur áætlað að ríkissjóður gæti þurft að leggja allt að 160 milljarða króna til viðskiptabankanna komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að samningsvextir skuli gilda. Verði miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans geti upphæðin lækkað í 21 milljarð. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Hvaða áhrif telja sérfræðingar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að dómur Hæstaréttar í gengislánamálinu hafi? Sterk sanngirnisrök eru fyrir því að kostnaður almennings vegna gengistryggðra lána sem kunna að verða dæmd ólögmæt í Hæstarétti verði ekki óhóflegur, og að almenningur fái meiri vernd og önnur úrræði en fyrirtæki, að því er fram kemur í samantekt um gengislánin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Óvíst er hvort hluti þeirra gengistryggðu lána sem almenningur tók á undanförnum árum muni teljast löglegur þótt Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að önnur séu ólögleg, samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins. Þar segir enn fremur að stöðugleiki fjármálakerfisins velti á því að farsæl og sanngjörn lausn fáist í málinu. Í dæmum sem starfsmenn ráðuneytisins hafa reiknað út er annars vegar gert ráð fyrir því að hluti lántakenda sitji uppi með gengislán en aðrir ekki, og hins vegar að báðir greiði óverðtryggða vexti Seðlabankans, óháð skilmálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur fram í samantekt ráðuneytisins að heildarupphæð erlendra lána nemi samtals um 1.000 milljörðum króna. Stærstur hluti lánanna, um 840 milljarðar, var tekinn af fyrirtækjum, en lán einstaklinga standa nú í ríflega 141 milljarði króna. Af því eru um 80 milljarðar vegna húsnæðislána en 61 milljarður vegna bílalána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 23. júlí síðastliðinn að skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýsingu hafi verið ólögmæt og það skuli gera upp eins og ef það hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Málinu var skotið til Hæstaréttar. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær telja líklegt að dómur falli í málinu í Hæstarétti í dag, eða í síðasta lagi næstkomandi fimmtudag. Niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, getur leitt til þess að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá fjármálafyrirtækjum og eigendum þeirra til ákveðins hóps lántakenda. Eigendur íslensku fjármálafyrirtækjanna eru eins og kunnugt er bæði íslenska ríkið og erlendir kröfuhafar. Í samantekt ráðuneytisins kemur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fram að gengistryggð lán almennings sem tekin voru til 25 ára geti lækkað um allt að 47 prósent. Dóminum muni líklega fylgja umtalsvert betri vaxtakjör en fólki sem tók lán í íslenskum krónum hafi boðist. Nefnd um fjármálastöðugleika hefur áætlað að ríkissjóður gæti þurft að leggja allt að 160 milljarða króna til viðskiptabankanna komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að samningsvextir skuli gilda. Verði miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans geti upphæðin lækkað í 21 milljarð. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira