Handbolti

Oddur, Arnór og Aron valdir í A-landsliðið á móti Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oddur Grétarsson.
Oddur Grétarsson.

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 21 leikmann til þátttöku í 2. landsleikjum gegn Dönum sem fram fara í Laugardalshöll 8. og 9. Júní.

Guðmundur valdi reynslumikið lið en Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður Vals, Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka og Oddur Grétarsson, hornamaður Akureyrar eru þeir reynsluminnstu í hópnum.

Ólafur Stefánsson mun leika sinn 300. landsleik 9. júní en hann er sá eini í hópnum sem hefur náð því að spila meira en 200 landsleiki.

Íslenska landsliðið fer svo til Brasilíu 13.júní og leikur þar tvo landsleiki gegn heimamönnum 16. og 18. Júní. Danska landsliðið er eitt af betri landsliðum heims og endaði meðal annars í 5.sæti á EM í Austurríki.

Íslenski landsliðshópurinn:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson - 3 landsleikir - Haukar

Björgvin Páll Gústavsson - 70 landsleikir - Kadetten

Hreiðar Levy Guðmundsson - 101 landsleikir - TV Emsdetten

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson - 104 landsleikir - Flensborg

Arnór Atlason - 91 landsleikir - FC Köbenhavn

Arnór Þór Gunnarsson - 6 landsleikir - Valur

Aron Pálmarsson - 21 landsleikir - THW Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson - 128 landsleikir - Faaborg

Ingimundur Ingimundarson - 76 landsleikir - GWD Minden

Kári Kristján Kristjánsson - 10 landsleikir - Amicitia Zurich

Oddur Grétarsson - 2 landsleikir - Akureyri

Ólafur Andrés Guðmundsson - 13 landsleikir - FH

Ólafur Stefánsson - 298 landsleikir - Rhein Neckar Löwen

Róbert Gunnarsson - 168 landsleikir - Gummersbach

Rúnar Kárason - 17 landsleikir - Fusche Berlin

Sigurbergur Sveinsson - 23 landsleikir - Haukar

Snorri Steinn Guðjónsson - 161 landsleikir - Rhein Neckar Löwen

Sturla Ásgeirsson - 49 landsleikir - HSG Dusseldorf

Sverre Jakobsson - 90 landsleikir - Grosswallstadt

Vignir Svarvarsson - 129 landsleikir - Lemgo

Þórir Ólafsson - 46 landsleikir - N-Luebecke








Fleiri fréttir

Sjá meira


×