Kreppa er jafnréttisteppa Gerður Kristný skrifar 11. október 2010 06:00 Mánudaginn 25. október, eftir aðeins tvær vikur, halda íslenskar konur kvennafrídag og minnast um leið kvennafrísins mikla fyrir 35 árum. Klukkan 14.25 þennan dag leggja því vonandi sem flestar okkar niður vinnu og sýna þar með hvað vinnuframlag okkar er samfélaginu mikilvægt. Tímasetningin er engin tilviljun því samkvæmt fróðum freyjum hafa íslenskar konur þegar unnið fyrir laununum sínum kl. 14.25 og ættu því í raun alltaf að geta stimplað sig út á þessum tíma. Konur eiga nefnilega enn langt í land með að ná sömu launum og karlar. Ein af leiðunum til að ná launajafnrétti kynjanna var sú að karlar tækju líka fæðingarorlof og var það eitt af baráttumálum Kvennalistans hér á árum áður. Þegar aðeins konum bauðst fæðingarorlof varð það nefnilega iðulega til þess að þær þóttu ótryggari starfskraftur en karlar og skipti þá engu hvaða menntun og reynslu þær bjuggu yfir. Voru þær síður ráðnar, auk þess sem ekki þótti taka því að bjóða þeim kvensæmandi laun. Rétt eins og konur þurfa feður jú tíma og næði til að tengjast börnunum sínum og þau þeim og því var fæðingarorlof þeim til handa mikilvægt fyrir samfélagið allt. Braust því út mikil gleði þegar Alþingi loks samþykkti það. En í kreppu höfum við ekki lengur efni á þeim munaði að feður tengist börnum sínum eða því að konur þyki jafnálitlegur vinnukraftur og karlar. Nú stendur nefnilega til að skera Fæðingarorlofssjóð niður um heilar 932 milljónir. Í lok ársins 2008 voru hámarksgreiðslur úr sjóðnum 535.700 kr. en í upphafi þess árs voru þær komnar niður í 300.000 kr. Ekki er nóg með að nú ríki atvinnuleysi hér á landi, heldur hafa lán hækkað upp úr öllu valdi. Því má efast um að margir karlmenn geti leyft sér að taka feðraorlof. Og það er miður. Síðan má ekki heldur gleyma því að vissulega skerðast nú líka greiðslur til kvenna í fæðingarorlofi og mega fæstar þeirra heldur við því. Á tímum sem þessum hefur jafnréttisbarátta kynjanna aldrei verið jafnmikilvæg og því er dýrmætt að kvennafrídagurinn skuli vera á næsta leiti. Þegar litið er yfir söguna er morgunljóst að réttindi kvenna hafa aldrei komið upp í hendurnar á þeim. Konur hafa sjálfar þurft að hafa fyrir því að öðlast það sem þeim ber. Þetta þarf að brýna fyrir ungum konum svo þær átti sig á alvöru málsins. Barátta sem virðist unnin getur líka skyndilega tapast eins og dæmin sýna. Því meiri ástæða er til að fylkja liði mánudaginn 25. október og finna hvað samstöðumáttur kvenna er magnaður. Það á margt eftir að spretta úr þeirri stemmningu sem myndast þennan dag. Þótt konur fari í frí fer kvennabaráttan nefnilega aldrei í frí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Mánudaginn 25. október, eftir aðeins tvær vikur, halda íslenskar konur kvennafrídag og minnast um leið kvennafrísins mikla fyrir 35 árum. Klukkan 14.25 þennan dag leggja því vonandi sem flestar okkar niður vinnu og sýna þar með hvað vinnuframlag okkar er samfélaginu mikilvægt. Tímasetningin er engin tilviljun því samkvæmt fróðum freyjum hafa íslenskar konur þegar unnið fyrir laununum sínum kl. 14.25 og ættu því í raun alltaf að geta stimplað sig út á þessum tíma. Konur eiga nefnilega enn langt í land með að ná sömu launum og karlar. Ein af leiðunum til að ná launajafnrétti kynjanna var sú að karlar tækju líka fæðingarorlof og var það eitt af baráttumálum Kvennalistans hér á árum áður. Þegar aðeins konum bauðst fæðingarorlof varð það nefnilega iðulega til þess að þær þóttu ótryggari starfskraftur en karlar og skipti þá engu hvaða menntun og reynslu þær bjuggu yfir. Voru þær síður ráðnar, auk þess sem ekki þótti taka því að bjóða þeim kvensæmandi laun. Rétt eins og konur þurfa feður jú tíma og næði til að tengjast börnunum sínum og þau þeim og því var fæðingarorlof þeim til handa mikilvægt fyrir samfélagið allt. Braust því út mikil gleði þegar Alþingi loks samþykkti það. En í kreppu höfum við ekki lengur efni á þeim munaði að feður tengist börnum sínum eða því að konur þyki jafnálitlegur vinnukraftur og karlar. Nú stendur nefnilega til að skera Fæðingarorlofssjóð niður um heilar 932 milljónir. Í lok ársins 2008 voru hámarksgreiðslur úr sjóðnum 535.700 kr. en í upphafi þess árs voru þær komnar niður í 300.000 kr. Ekki er nóg með að nú ríki atvinnuleysi hér á landi, heldur hafa lán hækkað upp úr öllu valdi. Því má efast um að margir karlmenn geti leyft sér að taka feðraorlof. Og það er miður. Síðan má ekki heldur gleyma því að vissulega skerðast nú líka greiðslur til kvenna í fæðingarorlofi og mega fæstar þeirra heldur við því. Á tímum sem þessum hefur jafnréttisbarátta kynjanna aldrei verið jafnmikilvæg og því er dýrmætt að kvennafrídagurinn skuli vera á næsta leiti. Þegar litið er yfir söguna er morgunljóst að réttindi kvenna hafa aldrei komið upp í hendurnar á þeim. Konur hafa sjálfar þurft að hafa fyrir því að öðlast það sem þeim ber. Þetta þarf að brýna fyrir ungum konum svo þær átti sig á alvöru málsins. Barátta sem virðist unnin getur líka skyndilega tapast eins og dæmin sýna. Því meiri ástæða er til að fylkja liði mánudaginn 25. október og finna hvað samstöðumáttur kvenna er magnaður. Það á margt eftir að spretta úr þeirri stemmningu sem myndast þennan dag. Þótt konur fari í frí fer kvennabaráttan nefnilega aldrei í frí.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun