Tiger Woods lék sitt besta golf og á enn möguleika á að sigra á þessu ári Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 3. desember 2010 11:22 Tiger Woods hefur ekki unnið golfmót á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001. AP Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Woods púttaði fjórum sinnum fyrir erni á hringnum en hann hitti 16 af alls 18 flötum í tilætluðum höggafjölda. Hann er einu höggi á undan Norður-Írunum Graeme McDowell og Rory McIlroy. Woods sýndi oft á tíðum snilldartilþrif úr erfiðum stöðum en þetta er aðeins í annað sinn á þessu ári sem hann er í efsta sæti á atvinnumóti. Á þessu ári hefur Woods ekki náð að vinna golfmót en skor hans á fyrsta hringnum er það besta sem hann hefur náð á þessu ári. Mótið er síðasta tækifærið fyrir Woods að landa sigri á atvinnumóti á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001 Tiger Woods slær hér af teig á Chevron meistaramótinu í gær.AP „Það er ekki oft sem maður getur kvartað yfir púttunum eftir að hafa leikið á 65 höggum en ég setti aðeins eitt langt pútt ofaní. Ég náði loksins að leika 18 holur í röð án þess að gera stór mistök og vonandi tekst mér að leika fjóra daga í röð með þessum hætti," sagði Woods í gær en hann hefur unnið þetta mót í tvö síðustu skiptin sem hann hefur tekið þátt. Hann lék ekki árið 2008 vegna hnémeiðsla og fyrir ári síðan hafð hann um aðra hluti að hugsa en golf - en þá var einkalíf kylfingsins aðalfréttaefnið. Dustin Johnson, sem gerði afdrifarík mistök á lokakeppnisdegi PGA meistaramótsins fyrr á þessu ári, lék á 69 höggum. Stewart Cink, sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu árið 2009, lék einnig á 69. Englendingurinn Luke Donald og Camilo Villegas frá Kolumbíu léku báðir á 70 en aðrir kylfingar léku yfir pari vallar. Anthony Kim, sem var bandaríska Ryderliðinu árið 2008 lék afar illa eða á 79 höggum. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Woods púttaði fjórum sinnum fyrir erni á hringnum en hann hitti 16 af alls 18 flötum í tilætluðum höggafjölda. Hann er einu höggi á undan Norður-Írunum Graeme McDowell og Rory McIlroy. Woods sýndi oft á tíðum snilldartilþrif úr erfiðum stöðum en þetta er aðeins í annað sinn á þessu ári sem hann er í efsta sæti á atvinnumóti. Á þessu ári hefur Woods ekki náð að vinna golfmót en skor hans á fyrsta hringnum er það besta sem hann hefur náð á þessu ári. Mótið er síðasta tækifærið fyrir Woods að landa sigri á atvinnumóti á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001 Tiger Woods slær hér af teig á Chevron meistaramótinu í gær.AP „Það er ekki oft sem maður getur kvartað yfir púttunum eftir að hafa leikið á 65 höggum en ég setti aðeins eitt langt pútt ofaní. Ég náði loksins að leika 18 holur í röð án þess að gera stór mistök og vonandi tekst mér að leika fjóra daga í röð með þessum hætti," sagði Woods í gær en hann hefur unnið þetta mót í tvö síðustu skiptin sem hann hefur tekið þátt. Hann lék ekki árið 2008 vegna hnémeiðsla og fyrir ári síðan hafð hann um aðra hluti að hugsa en golf - en þá var einkalíf kylfingsins aðalfréttaefnið. Dustin Johnson, sem gerði afdrifarík mistök á lokakeppnisdegi PGA meistaramótsins fyrr á þessu ári, lék á 69 höggum. Stewart Cink, sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu árið 2009, lék einnig á 69. Englendingurinn Luke Donald og Camilo Villegas frá Kolumbíu léku báðir á 70 en aðrir kylfingar léku yfir pari vallar. Anthony Kim, sem var bandaríska Ryderliðinu árið 2008 lék afar illa eða á 79 höggum.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira