PopUp ferðast til Akureyrar 4. maí 2010 07:00 PopUp Þórey Björk Halldórsdóttir, lengst til vinstri, ásamt Guðbjörgu Jakobsdóttur og Björgu Guðmundsdóttur, en þær stóðu að stofnun markaðarins. fréttablaðið/anton „Fólk úti á landi var farið að sækjast eftir því að fá markaðinn í sitt bæjarfélag og við ákváðum að slá til. Fyrsti markaðurinn verður haldinn á Akureyri núna um helgina og svo höfum við einnig ákveðið að taka þátt í listahátíðinni LungA sem fram fer á Seyðisfirði í sumar,“ segir Þórey Björk Halldórsdóttir, einn aðstandenda PopUp-markaðarins, en hann verður haldinn í fyrsta sinn á Akureyri nú um helgina. „Planið er að halda þessu áfram og fara á fleiri staði í sumar og þá verður markaðurinn hugsanlega tvisvar í mánuði, einu sinni í Reykjavík og einu sinni úti á landi. Við höfum verið að reyna að fá hönnuði sem búsettir eru annars staðar á landinu til að koma og taka þátt í þessu með okkur.“ PopUp Verzlunin er milliliðalaus verslun þar sem hönnuðir selja vörur sínar beint til neytenda. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn í ágúst í fyrra og hefur vaxið og dafnað síðan þá. „Það er auðvitað mjög gleðilegt hvað markaðurinn hefur blómstrað. Við höfum reynt að hafa það fyrir reglu að fá að minnsta kosti einn nýjan hönnuð með á hvern markað,“ segir Þórey Björk. Aðspurð segir hún engan norðlenskan hönnuð hafa boðað þátttöku sína um helgina en tekur fram að enn sé laust pláss. Meðal þeirra hönnuða sem taka þátt eru Sonja Bent, Anna Soffía, Eygló Lárusdóttir og Varius. Markaðurinn verður haldinn í Hafnarstræti 99 og hefst hann klukkan 13.00 og stendur til 18.00 laugardag og sunnudag. - sm Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Fólk úti á landi var farið að sækjast eftir því að fá markaðinn í sitt bæjarfélag og við ákváðum að slá til. Fyrsti markaðurinn verður haldinn á Akureyri núna um helgina og svo höfum við einnig ákveðið að taka þátt í listahátíðinni LungA sem fram fer á Seyðisfirði í sumar,“ segir Þórey Björk Halldórsdóttir, einn aðstandenda PopUp-markaðarins, en hann verður haldinn í fyrsta sinn á Akureyri nú um helgina. „Planið er að halda þessu áfram og fara á fleiri staði í sumar og þá verður markaðurinn hugsanlega tvisvar í mánuði, einu sinni í Reykjavík og einu sinni úti á landi. Við höfum verið að reyna að fá hönnuði sem búsettir eru annars staðar á landinu til að koma og taka þátt í þessu með okkur.“ PopUp Verzlunin er milliliðalaus verslun þar sem hönnuðir selja vörur sínar beint til neytenda. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn í ágúst í fyrra og hefur vaxið og dafnað síðan þá. „Það er auðvitað mjög gleðilegt hvað markaðurinn hefur blómstrað. Við höfum reynt að hafa það fyrir reglu að fá að minnsta kosti einn nýjan hönnuð með á hvern markað,“ segir Þórey Björk. Aðspurð segir hún engan norðlenskan hönnuð hafa boðað þátttöku sína um helgina en tekur fram að enn sé laust pláss. Meðal þeirra hönnuða sem taka þátt eru Sonja Bent, Anna Soffía, Eygló Lárusdóttir og Varius. Markaðurinn verður haldinn í Hafnarstræti 99 og hefst hann klukkan 13.00 og stendur til 18.00 laugardag og sunnudag. - sm
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira