Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag 19. ágúst 2010 06:00 Handtökuskipun Alþjóðalögreglan Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði Einarssyni 11. maí. Hún hefur nú verið felld úr gildi. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, segir að alþjóðleg handtökuskipun sem Interpol gaf út á hendur Sigurði að ósk Sérstaks saksóknara hafi verið felld úr gildi. Hvorki Ólafur né Gestur vildu tjá sig um hvort samkomulag hafi verið gert við Sigurð um heimkomuna. Niðurfelling handtökubeiðninnar, og sú staðreynd að Sigurður var ekki handtekinn strax við komuna til landsins, benda þó til þess að einhvers konar samkomulag hafi náðst, samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fljótlega eftir að handtökuskipunin var gefin út, sagðist Sigurður viljugur til að mæta í yfirheyrslur gegn því skilyrði að hann yrði ekki handtekinn. Spurður hvort þriggja mánaða töf á því að hægt væri að yfirheyra Sigurð hafi skaðað eða tafið rannsókn á meintum brotum í starfsemi Kaupþings sagði Ólafur að ágætur framgangur hafi orðið í rannsókninni. Þó að ekki takist að framkvæma einn þátt rannsóknarinnar eins hratt og hugsast gæti sé hægt að vinna að öðrum þáttum málsins. Haft var eftir Ólafi í Fréttablaðinu fyrir viku að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í rannsókninni á Kaupþingi. Málið væri orðið stærra og flóknara en áður hafi verið talið. Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði 11. maí síðastliðinn að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Þá hafði Sigurður hundsað óskir saksóknara um að koma sjálfviljugur til landsins til yfirheyrslu. Þrátt fyrir handtökuskipunina töldu bresk löggæsluyfirvöld sig ekki hafa heimild til að handtaka Sigurð á grundvelli hennar. Var vísað til þess að Ísland hefði ekki fullgilt Evrópusamning um handtöku og framsal grunaðra og dæmdra manna. Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings voru handteknir í byrjun maí vegna rannsóknar á meintum brotum þeirra. Þeir voru hnepptir í gæsluvarðhald, og eftir að því lauk voru þeir auk fjórða manns úrskurðaðir í farbann, sem nú er runnið út. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti, en hann kom ekki til yfirheyrslu. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, segir að alþjóðleg handtökuskipun sem Interpol gaf út á hendur Sigurði að ósk Sérstaks saksóknara hafi verið felld úr gildi. Hvorki Ólafur né Gestur vildu tjá sig um hvort samkomulag hafi verið gert við Sigurð um heimkomuna. Niðurfelling handtökubeiðninnar, og sú staðreynd að Sigurður var ekki handtekinn strax við komuna til landsins, benda þó til þess að einhvers konar samkomulag hafi náðst, samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fljótlega eftir að handtökuskipunin var gefin út, sagðist Sigurður viljugur til að mæta í yfirheyrslur gegn því skilyrði að hann yrði ekki handtekinn. Spurður hvort þriggja mánaða töf á því að hægt væri að yfirheyra Sigurð hafi skaðað eða tafið rannsókn á meintum brotum í starfsemi Kaupþings sagði Ólafur að ágætur framgangur hafi orðið í rannsókninni. Þó að ekki takist að framkvæma einn þátt rannsóknarinnar eins hratt og hugsast gæti sé hægt að vinna að öðrum þáttum málsins. Haft var eftir Ólafi í Fréttablaðinu fyrir viku að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í rannsókninni á Kaupþingi. Málið væri orðið stærra og flóknara en áður hafi verið talið. Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði 11. maí síðastliðinn að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Þá hafði Sigurður hundsað óskir saksóknara um að koma sjálfviljugur til landsins til yfirheyrslu. Þrátt fyrir handtökuskipunina töldu bresk löggæsluyfirvöld sig ekki hafa heimild til að handtaka Sigurð á grundvelli hennar. Var vísað til þess að Ísland hefði ekki fullgilt Evrópusamning um handtöku og framsal grunaðra og dæmdra manna. Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings voru handteknir í byrjun maí vegna rannsóknar á meintum brotum þeirra. Þeir voru hnepptir í gæsluvarðhald, og eftir að því lauk voru þeir auk fjórða manns úrskurðaðir í farbann, sem nú er runnið út. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti, en hann kom ekki til yfirheyrslu. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira