Tom Cruise rænir leikara af Jóni Atla 21. október 2010 07:00 Leikur með Cruise Tom Cruise fékk Michael Nyqvist til að leika í Mission: Imposs-ible 4 og því þurfti að fresta uppsetningu á Djúpinu eftir Jón Atla í Svíþjóð. „Þetta er bara svona, maður verður að taka þessu," segir Jón Atli Jónasson, leikskáld og leikstjóri. Jón Atli er að leggja lokahönd á leiksýninguna Mojito sem hann leikstýrir og skrifar sjálfur og verður frumsýnd í Tjarnarbíói á næstunni. Jón Atli var líka langleiðina kominn með að setja upp einleikinn Djúpið í Svíþjóð með sænsku stórstjörnunni Michael Nyqvist. Nyqist er hvað þekktastur fyrir leik sinn í spennumyndunum um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander eftir Millennium-þríleik Stiegs Larsson. „En svo hringdi hann bara í mig frá Hollywood og sagði að við þyrftum að fresta þessu í hálft ár, hann væri að fara að leika í Mission: Impossible 4," segir Jón Atli en eins og flestum ætti að vera kunnugt um eru þær myndir hugarfóstur Tom Cruise, hinnar smávöxnu stórstjörnu. Leiðir Jóns og Nyqvists lágu saman fyrir um ári. „Ég setti upp Djúpið í Skotlandi og langaði til að prófa að fara með það aðeins víðar. Ég sendi honum því bara handritið og hann varð svona hrifinn að hann bauð mér heim til sín í mat í Svíþjóð þar sem ég hitti hann og fjölskylduna hans. Og síðan þá höfum við verið að vinna að því að láta þetta gerast." Örlögin gripu hins vegar í taumana og Nyqvist er nú á leið til Hollywood eins og annar samstarfsfélagi Jóns Atla, Baltasar Kormákur. „Þeir tveir eiga þetta báðir skilið, þetta eru miklir hæfileikamenn." - fgg Lífið Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
„Þetta er bara svona, maður verður að taka þessu," segir Jón Atli Jónasson, leikskáld og leikstjóri. Jón Atli er að leggja lokahönd á leiksýninguna Mojito sem hann leikstýrir og skrifar sjálfur og verður frumsýnd í Tjarnarbíói á næstunni. Jón Atli var líka langleiðina kominn með að setja upp einleikinn Djúpið í Svíþjóð með sænsku stórstjörnunni Michael Nyqvist. Nyqist er hvað þekktastur fyrir leik sinn í spennumyndunum um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander eftir Millennium-þríleik Stiegs Larsson. „En svo hringdi hann bara í mig frá Hollywood og sagði að við þyrftum að fresta þessu í hálft ár, hann væri að fara að leika í Mission: Impossible 4," segir Jón Atli en eins og flestum ætti að vera kunnugt um eru þær myndir hugarfóstur Tom Cruise, hinnar smávöxnu stórstjörnu. Leiðir Jóns og Nyqvists lágu saman fyrir um ári. „Ég setti upp Djúpið í Skotlandi og langaði til að prófa að fara með það aðeins víðar. Ég sendi honum því bara handritið og hann varð svona hrifinn að hann bauð mér heim til sín í mat í Svíþjóð þar sem ég hitti hann og fjölskylduna hans. Og síðan þá höfum við verið að vinna að því að láta þetta gerast." Örlögin gripu hins vegar í taumana og Nyqvist er nú á leið til Hollywood eins og annar samstarfsfélagi Jóns Atla, Baltasar Kormákur. „Þeir tveir eiga þetta báðir skilið, þetta eru miklir hæfileikamenn." - fgg
Lífið Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira