Toyota á Íslandi verður aðalstyrktaraðili Salarins, tónlistarhúss Kópavogs, næstu tvö árin samkvæmt nýjum samningi.
Markmið samningsins er að efla enn frekar menningu og listir í Kópavogi og mun Toyota greiða Salnum 1,5 milljónir króna hvort ár. Fénu verður varið til markaðs- og kynningarmála Salarsins.Salurinn var opnaður árið 1999 og var fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins. Á milli fimmtíu og sextíu þúsund gestir sóttu tónleika í Salnum í fyrra.- mþl