Ásamt því að hanna saman, reka systurnar búðina Einveru þar sem Kalda-fatalínan fæst í bland við aðrar útvaldar vörur. Nýja línan kom í búðir í gær og var Katrín Alda spennt yfir viðtökunum.
„Þessi lína er frábrugðin hinni að því leyti að ég er að nota fínni efni á borð við silki, viskós og þunna ull til að vega upp á móti þessum grófu leðurólum," segir Katrín Alda en hún er nýkomin frá London þar sem hún tók þátt í eins konar kynningarviðburði fyrir unga hönnuði.
„Það gekk mjög vel úti og við erum að fara með merkið til Stokkhólms í lok mánaðarins og stefnum á að reyna að selja eitthvað af nýju línunni út."
Línan Hvörf eftir Kalda er komin í verslunina Einveru og eru flíkurnar á verðbilinu 15.900 til 39.900 krónur.
- áp