Samið um rekstur Sólheima út janúar 29. desember 2010 04:15 Sólheimar Deilt hefur verið um framtíð Sólheima í Grímsnesi eftir að ákveðið var að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.Fréttablaðið/pjetur Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. brjann@frettabladid.is Guðmundur Ármann Pétursson Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. brjann@frettabladid.is Guðmundur Ármann Pétursson
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira