Óttinn við alhæfinguna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Þegar ég nam mannfræði var ég vaninn af því að alhæfa. Af því má þó hafa bæði gagn og gaman svo fljótlega fór ég að alhæfa í laumi að námi loknu. Nú er svo komið að ég get sagt, án þess að fá hroll í mína pólitísku réttlætiskennd, að Andalúsíumenn séu yfirmáta málglaðir. Ég er líka farinn að leyfa mér að velta fyrir mér skýringum á því. Ein þeirra kann að vera sú að orðin „já" og „nei" séu ekki jafn afdráttarlaus eins og í minni heimasveit. Til dæmis er það talin hin mesta háttprýði í Andalúsíu að afþakka í fyrstu hvern þann hlut sem manni er boðinn. Ef sá sem veitir er vel að sér í mannasiðum lætur hann ekki deigan síga og endurtekur boð sitt. Hefst þá oft mikill leikþáttur sem venjulega endar með því að boðinu er tekið, annað hvort af heilum hug eða fyrir kurteisisakir. Miklar orðalengingar eiga sér því oftast stað við aðstæður sem í minni heimasveit yrðu leiddar til lykta með eftirfarandi hætti: „Má bjóða þér bjór?" „Já takk." Eða: „Nei takk, ég er nýkominn úr meðferð." Sams konar langloka er bökuð þegar maður hittir málkunnugan Andalúsíumann á förnum vegi. Til dæmis hitti ég einn fyrir nokkru í miðbæ Baza og hann tók þegar til máls og sagði mér hvenær hann vaknaði, hvað hann fékk sér í morgunmat, klukkan hvað hann lagði af stað í bæinn og síðan rakti hann leið sína í smáatriðum uns komið var að þeim stað sem staðið var á. Þá þótti mér mál að linnti en til að sýna að við Norðurlandabúar kunnum okkur hlýddi ég á frásögn hans um það sem hann hafði verið að pæla í að gera en hætti við. Því fylgdi síðan greinargóð skýring á þeirri ákvörðun. Ég kveð þá og sýni á mér fararsnið en verð svo hræddur um að hann fái þá hugmynd að við Íslendingar séum þurrir á manninn svo ég segi eins bjöggalega og ég get, „nei, flottir skór." Vandinn við að alhæfa er að maður fer að óttast það að lenda sjálfur í einhvers konar flokkunarkerfi. Sá ótti varð mér dýrkeyptur því klukkan var orðin ansi margt þegar sagan af skónum var á enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þegar ég nam mannfræði var ég vaninn af því að alhæfa. Af því má þó hafa bæði gagn og gaman svo fljótlega fór ég að alhæfa í laumi að námi loknu. Nú er svo komið að ég get sagt, án þess að fá hroll í mína pólitísku réttlætiskennd, að Andalúsíumenn séu yfirmáta málglaðir. Ég er líka farinn að leyfa mér að velta fyrir mér skýringum á því. Ein þeirra kann að vera sú að orðin „já" og „nei" séu ekki jafn afdráttarlaus eins og í minni heimasveit. Til dæmis er það talin hin mesta háttprýði í Andalúsíu að afþakka í fyrstu hvern þann hlut sem manni er boðinn. Ef sá sem veitir er vel að sér í mannasiðum lætur hann ekki deigan síga og endurtekur boð sitt. Hefst þá oft mikill leikþáttur sem venjulega endar með því að boðinu er tekið, annað hvort af heilum hug eða fyrir kurteisisakir. Miklar orðalengingar eiga sér því oftast stað við aðstæður sem í minni heimasveit yrðu leiddar til lykta með eftirfarandi hætti: „Má bjóða þér bjór?" „Já takk." Eða: „Nei takk, ég er nýkominn úr meðferð." Sams konar langloka er bökuð þegar maður hittir málkunnugan Andalúsíumann á förnum vegi. Til dæmis hitti ég einn fyrir nokkru í miðbæ Baza og hann tók þegar til máls og sagði mér hvenær hann vaknaði, hvað hann fékk sér í morgunmat, klukkan hvað hann lagði af stað í bæinn og síðan rakti hann leið sína í smáatriðum uns komið var að þeim stað sem staðið var á. Þá þótti mér mál að linnti en til að sýna að við Norðurlandabúar kunnum okkur hlýddi ég á frásögn hans um það sem hann hafði verið að pæla í að gera en hætti við. Því fylgdi síðan greinargóð skýring á þeirri ákvörðun. Ég kveð þá og sýni á mér fararsnið en verð svo hræddur um að hann fái þá hugmynd að við Íslendingar séum þurrir á manninn svo ég segi eins bjöggalega og ég get, „nei, flottir skór." Vandinn við að alhæfa er að maður fer að óttast það að lenda sjálfur í einhvers konar flokkunarkerfi. Sá ótti varð mér dýrkeyptur því klukkan var orðin ansi margt þegar sagan af skónum var á enda.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun