Ráðning skrifstofustjóra á gráu svæði - Fréttaskýring 19. október 2010 05:30 Skyldur Breytingar á starfi skrifstofustjóra borgarstjóra vekja að mati minnihlutans spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum.Fréttablaðið/GVA Hefði meirihlutinn í borginni átt að auglýsa starf skrifstofustjóra borgarstjóra laust til umsóknar þegar starfinu var breytt verulega? Skipulagsbreytingar sem gerðar voru hjá Reykjavíkurborg nýverið eru fráleitt óumdeildar. Í þeim fólst að hlutverk skrifstofustjóra borgarstjóra breyttist umtalsvert, og varð að nokkurskonar staðgengli borgarstjóra. Þrátt fyrir að verulegar breytingar hafi verið gerðar á starfssviði skrifstofustjórans ákvað meirihlutinn að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar. Þetta gagnrýndu borgarfulltrúar minnihlutans harðlega. Þeir telja að hér sé raunvörulega um að ræða nýtt starf sem búið sé til, og þar með að eðlilegt væri að auglýsa það laust til umsóknar. Því hafa borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar mótmælt. Þeir segja að með þessu sé skrifstofustjóranum tímabundið falið það verkstjórnarhlutverk fyrir hönd borgarstjóra sem borgarritari fór áður með. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt auglýsi sveitarfélög stöður sem losni, séu þær ekki beinlínis pólitískar í eðli sínu, eins og gildi um pólitíska aðstoðarmenn. Það sé þó ekki vegna kvaða í lögum, eins og gildir um ríkið, heldur vegna ákvæða í kjarasamningum og samþykktum sveitarfélaga um að auglýsa skuli laus störf. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort breytingar á starfi leiða af sér að Reykjavíkurborg eigi að auglýsa starfið laust til umsóknar, segir Trausti. „Almennt má segja að það má ganga töluvert langt í skiplulagsbreytingum, og í því að færa menn milli starfa hjá sama stjórnvaldi," segir Trausti. Hann segir þó varasamt þegar slíkar breytingar séu gerðar til málamynda, til að komast hjá því að auglýsa störfin. „Ef starfi er breytt mikið er í raun verið að búa til nýtt starf, og þar með fara framhjá auglýsingaskyldunni," segir Trausti. Engin bein regla sé um þetta hjá sveitarfélögum, og í málum af þessu tagi sé því alltaf grátt svæði. Hann tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér hvaða breytingar hafi verið gerðar á starfi skrifstofustjórans hjá borginni. Því vildi hann ekki tjá sig um hvort þær breytingar séu svo viðamiklar að auglýsa þurfi starfið. Það er þó ekki aðeins starf skrifstofustjóra borgarstjóra sem tekið hefur breytingum. Óumdeilanlega hefur starf Jóns Gnarr borgarstjóra einnig breyst verulega, þar sem skrifstofustjórinn kemur inn á milli borgarstjóra og yfirmanna hjá sviðum borgarinnar á skipuritinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur bent á þetta. Þeir hafa sagt þessar breytingar vekja upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum. Því hafa fulltrúar meirihlutans hafnað. Þó óljóst sé hvort auglýsa hafi átt starf skrifstofustjórans eru væntanlega allir sammála um að ekki þurfi að auglýsa starf borgarstjórans laust til umsóknar þrátt fyrir breytingar sem verða á starfi hans með breyttu hlutverki skrifstofustjórans. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira
Hefði meirihlutinn í borginni átt að auglýsa starf skrifstofustjóra borgarstjóra laust til umsóknar þegar starfinu var breytt verulega? Skipulagsbreytingar sem gerðar voru hjá Reykjavíkurborg nýverið eru fráleitt óumdeildar. Í þeim fólst að hlutverk skrifstofustjóra borgarstjóra breyttist umtalsvert, og varð að nokkurskonar staðgengli borgarstjóra. Þrátt fyrir að verulegar breytingar hafi verið gerðar á starfssviði skrifstofustjórans ákvað meirihlutinn að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar. Þetta gagnrýndu borgarfulltrúar minnihlutans harðlega. Þeir telja að hér sé raunvörulega um að ræða nýtt starf sem búið sé til, og þar með að eðlilegt væri að auglýsa það laust til umsóknar. Því hafa borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar mótmælt. Þeir segja að með þessu sé skrifstofustjóranum tímabundið falið það verkstjórnarhlutverk fyrir hönd borgarstjóra sem borgarritari fór áður með. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt auglýsi sveitarfélög stöður sem losni, séu þær ekki beinlínis pólitískar í eðli sínu, eins og gildi um pólitíska aðstoðarmenn. Það sé þó ekki vegna kvaða í lögum, eins og gildir um ríkið, heldur vegna ákvæða í kjarasamningum og samþykktum sveitarfélaga um að auglýsa skuli laus störf. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort breytingar á starfi leiða af sér að Reykjavíkurborg eigi að auglýsa starfið laust til umsóknar, segir Trausti. „Almennt má segja að það má ganga töluvert langt í skiplulagsbreytingum, og í því að færa menn milli starfa hjá sama stjórnvaldi," segir Trausti. Hann segir þó varasamt þegar slíkar breytingar séu gerðar til málamynda, til að komast hjá því að auglýsa störfin. „Ef starfi er breytt mikið er í raun verið að búa til nýtt starf, og þar með fara framhjá auglýsingaskyldunni," segir Trausti. Engin bein regla sé um þetta hjá sveitarfélögum, og í málum af þessu tagi sé því alltaf grátt svæði. Hann tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér hvaða breytingar hafi verið gerðar á starfi skrifstofustjórans hjá borginni. Því vildi hann ekki tjá sig um hvort þær breytingar séu svo viðamiklar að auglýsa þurfi starfið. Það er þó ekki aðeins starf skrifstofustjóra borgarstjóra sem tekið hefur breytingum. Óumdeilanlega hefur starf Jóns Gnarr borgarstjóra einnig breyst verulega, þar sem skrifstofustjórinn kemur inn á milli borgarstjóra og yfirmanna hjá sviðum borgarinnar á skipuritinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur bent á þetta. Þeir hafa sagt þessar breytingar vekja upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum. Því hafa fulltrúar meirihlutans hafnað. Þó óljóst sé hvort auglýsa hafi átt starf skrifstofustjórans eru væntanlega allir sammála um að ekki þurfi að auglýsa starf borgarstjórans laust til umsóknar þrátt fyrir breytingar sem verða á starfi hans með breyttu hlutverki skrifstofustjórans. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira