Niðurskurður í vinnustaðahúmor Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2010 06:00 Grænmetisætur lifa ekki lengur en við hin - þær líta bara út fyrir að vera eldri. Sama dag og grænmetisafurðum rigndi yfir íslenskan þingheim við setningu Alþingis setti breska þingið lög sem vernda grænmetisætur gegn bröndurum sem þeim hér að ofan. Með nýrri löggjöf um jafnrétti á breskum vinnustöðum er nú bannað að segja brandara um grænmetisætur, trúleysingja og bindindisfólk á skrifstofunni - vernd sem aðeins trúarhópar höfðu fram að þessu. Rauðhærðir eru reiðir því þeirra er ekki sérstaklega getið í lögunum. Skrifstofu-brandarakallinn er alveg æfur yfir að vegið sé að persónu hans og lífsköllun. Ég get hins vegar trútt um talað þar sem ég er svo lánsöm að falla í einn þeirra flokka sem nú er bannað að gera grín að (nei, ljóskubrandararnir fengu ekki að fjúka). En eins vel og það hljómar að vera undanþegin háði þegar kemur að trúarskoðunum mínum - eða réttara sagt skorti á þeim - hefði ég afsalað mér slíkum munaði án þess að hika í skiptum fyrir vernd ákvæðis sem bresk stjórnvöld létu fjarlægja úr lagabálknum áður en hann var lagður fyrir þingið - ákvæði sem stuðlað hefði að raunverulegu og áþreifanlegu jafnrétti á vinnustöðum. Klausan sem stjórnvöld guggnuðu á átti að draga úr kynbundnum launamun með því að skylda atvinnurekendur til að veita starfsfólki upplýsingar um hver laun karla eru miðað við laun kvenna. Eins og fljúgandi grænmetisafurðirnar báru vott um við setningu Alþingis bíður íslenskra ráðamanna erfitt og lítt öfundsvert starf. Eitt af fyrstu fórnarlömbum óhjákvæmilegs niðurskurðar í ríkisútgjöldum var fæðingarorlofssjóður. Margur hefur bent á að slíkur niðurskurður komi niður á börnum sem verði af samvistum við foreldra - einkum feður. En aðgengi beggja foreldra að fæðingarorlofi er einnig jafnréttismál. Feðraorlof átti ekki aðeins að stuðla að aukinni þátttöku feðra í umönnun barna og almennu heimilishaldi heldur jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Feðraorlof átti að draga úr hvata atvinnurekanda til að mismuna gegn konum við ráðningar af ótta við að þær hyrfu skyndilega í barneignarleyfi. Til að vinna gegn skaðanum sem niðurskurður í fæðingarorlofssjóði kann að valda jafnréttisbaráttunni, hvernig væri ef íslensk stjórnvöld endurynnu það sem féll af bresku lögunum um jafnrétti á vinnustað? Þetta er einfalt úrræði - og það er alveg ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Grænmetisætur lifa ekki lengur en við hin - þær líta bara út fyrir að vera eldri. Sama dag og grænmetisafurðum rigndi yfir íslenskan þingheim við setningu Alþingis setti breska þingið lög sem vernda grænmetisætur gegn bröndurum sem þeim hér að ofan. Með nýrri löggjöf um jafnrétti á breskum vinnustöðum er nú bannað að segja brandara um grænmetisætur, trúleysingja og bindindisfólk á skrifstofunni - vernd sem aðeins trúarhópar höfðu fram að þessu. Rauðhærðir eru reiðir því þeirra er ekki sérstaklega getið í lögunum. Skrifstofu-brandarakallinn er alveg æfur yfir að vegið sé að persónu hans og lífsköllun. Ég get hins vegar trútt um talað þar sem ég er svo lánsöm að falla í einn þeirra flokka sem nú er bannað að gera grín að (nei, ljóskubrandararnir fengu ekki að fjúka). En eins vel og það hljómar að vera undanþegin háði þegar kemur að trúarskoðunum mínum - eða réttara sagt skorti á þeim - hefði ég afsalað mér slíkum munaði án þess að hika í skiptum fyrir vernd ákvæðis sem bresk stjórnvöld létu fjarlægja úr lagabálknum áður en hann var lagður fyrir þingið - ákvæði sem stuðlað hefði að raunverulegu og áþreifanlegu jafnrétti á vinnustöðum. Klausan sem stjórnvöld guggnuðu á átti að draga úr kynbundnum launamun með því að skylda atvinnurekendur til að veita starfsfólki upplýsingar um hver laun karla eru miðað við laun kvenna. Eins og fljúgandi grænmetisafurðirnar báru vott um við setningu Alþingis bíður íslenskra ráðamanna erfitt og lítt öfundsvert starf. Eitt af fyrstu fórnarlömbum óhjákvæmilegs niðurskurðar í ríkisútgjöldum var fæðingarorlofssjóður. Margur hefur bent á að slíkur niðurskurður komi niður á börnum sem verði af samvistum við foreldra - einkum feður. En aðgengi beggja foreldra að fæðingarorlofi er einnig jafnréttismál. Feðraorlof átti ekki aðeins að stuðla að aukinni þátttöku feðra í umönnun barna og almennu heimilishaldi heldur jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Feðraorlof átti að draga úr hvata atvinnurekanda til að mismuna gegn konum við ráðningar af ótta við að þær hyrfu skyndilega í barneignarleyfi. Til að vinna gegn skaðanum sem niðurskurður í fæðingarorlofssjóði kann að valda jafnréttisbaráttunni, hvernig væri ef íslensk stjórnvöld endurynnu það sem féll af bresku lögunum um jafnrétti á vinnustað? Þetta er einfalt úrræði - og það er alveg ókeypis.