Slitastjórn vill gögn um Iceland Express 20. ágúst 2010 06:00 Flug Flugfélagið Iceland Express hóf flug til New York í Bandaríkjunum í byrjun sumars, eftir að slitastjórn Glitnis stefndi Pálma Haraldssyni og fleirum. Hér sést þota félagsins á Reykjavíkurflugvelli.Fréttablaðið/GVA Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York. Slitastjórnin hefur meðal annars krafist þess að fá afhent öll samskipti Iceland Express við bandarísk flugmálayfirvöld, samstarfsaðila félagsins í Bandaríkjunum og fleiri aðila. Í yfirlýsingu sem lögmaður Pálma hefur lagt fram hjá dómstólnum í New York er því haldið fram að með afar víðtækri kröfu um upplýsingar sé slitastjórnin einungis að reyna að veiða fram upplýsingar sem nota megi í öðrum mögulegum dómsmálum gegn Pálma eða öðrum. Þess er krafist að dómarinn stöðvi það sem kallað er „veiðiferð“ slitastjórnarinnar. Krafa slitastjórnarinnar um gögn tengd flugi Iceland Express til New York er sérstaklega fordæmd í yfirlýsingu Pálma. Þar er bent á að hvergi sé látið að því liggja í stefnunni að fyrirtækið hafi tengst Glitni á einhvern hátt. Fyrirtækið hafi ekki byrjað að fljúga til New York fyrr en eftir að stefnan hafi verið lögð fram. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, á nærri 47 prósent í Icelandair Group, aðalsamkeppnisaðila Iceland Express, sem gerir kröfu um upplýsingar enn grunsamlegri,“ segir í yfirlýsingunni. Pálmi mótmælir því eins og aðrir sem slitastjórnin hefur stefnt í málinu, að mál þrotabús íslensks banka gegn íslenskum ríkisborgurum sé rekið í New York þar sem hann eigi engar eignir og hafi engin tengsl við fylkið. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Slitastjórnin höfðaði mál í byrjun maí á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fimm öðrum fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York. Sjömenningarnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Ekki náðist í Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York. Slitastjórnin hefur meðal annars krafist þess að fá afhent öll samskipti Iceland Express við bandarísk flugmálayfirvöld, samstarfsaðila félagsins í Bandaríkjunum og fleiri aðila. Í yfirlýsingu sem lögmaður Pálma hefur lagt fram hjá dómstólnum í New York er því haldið fram að með afar víðtækri kröfu um upplýsingar sé slitastjórnin einungis að reyna að veiða fram upplýsingar sem nota megi í öðrum mögulegum dómsmálum gegn Pálma eða öðrum. Þess er krafist að dómarinn stöðvi það sem kallað er „veiðiferð“ slitastjórnarinnar. Krafa slitastjórnarinnar um gögn tengd flugi Iceland Express til New York er sérstaklega fordæmd í yfirlýsingu Pálma. Þar er bent á að hvergi sé látið að því liggja í stefnunni að fyrirtækið hafi tengst Glitni á einhvern hátt. Fyrirtækið hafi ekki byrjað að fljúga til New York fyrr en eftir að stefnan hafi verið lögð fram. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, á nærri 47 prósent í Icelandair Group, aðalsamkeppnisaðila Iceland Express, sem gerir kröfu um upplýsingar enn grunsamlegri,“ segir í yfirlýsingunni. Pálmi mótmælir því eins og aðrir sem slitastjórnin hefur stefnt í málinu, að mál þrotabús íslensks banka gegn íslenskum ríkisborgurum sé rekið í New York þar sem hann eigi engar eignir og hafi engin tengsl við fylkið. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Slitastjórnin höfðaði mál í byrjun maí á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fimm öðrum fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York. Sjömenningarnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Ekki náðist í Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira