Stefnumót við heiminn Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. júní 2010 06:00 Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur. Síðan breyttist eitthvað. Ég veit ekki hvað en ég ákvað að slaka á og leyfa mér að hrífast með. Hvað með það þótt það verði bara fótbolti í sjónvarpinu næsta mánuðinn? Hver kemur hvort eð er til með að sakna Taggarts, Kiljunnar eða Aðþrengdra eiginkvenna á sólböðuðu miðvikudagskvöldi í júní, þegar sjónvarpsgláp ætti að vera minnst freistandi kosturinn í stöðunni? Þeim sem gerir það er hreinlega ekki viðbjargandi; hann mun finna sér eitthvað til að suða yfir sama hvað tautar og raular. Allt um það. Það var gaman að fylgjast með snaggaralegum heimamönnum í Suður-Afríku ná jafntefli við Mexíkó í opnunarleiknum í gær. Samt kann ég engin deili á þessum leikmönnum, hef aldrei séð nokkurn þeirra spila fótbolta áður. Þetta snerist heldur ekki endilega um það: Þetta var frekar táknræn stund; þjóð, sem fyrir aðeins tveimur áratugum hratt af sér kerfi aðskilnaðar og kúgunar, fékk tækifæri til að sýna hvað í henni býr meðan heimsbyggðin horfði á. Íslendingar hafa verið í mikilli og á tíðum erfiðri naflaskoðun undanfarin tvö ár, sem hefur þó skilað merkilega litlu. Næsta mánuðinn eða svo verður hún lögð til hliðar. Það er vel. Það er oft ágætt að taka sér stutt hlé í miðjum heilabrotum, kaffipásu til að ná áttum. HM í fótbolta er heppileg dægrastytting . Af þjóðmálaumræðunni að dæma undanfarið eitt og hálfa ár mætti næstum halda að Ísland sé eina landið í heiminum. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er holl og þörf áminning um að svo er ekki. Horfum á HM næsta mánuðinn. Lítum út fyrir landsteinanna og lesum okkur til um löndin sem keppa. Það eru meiri líkur en minni á að við lærum eitthvað um Ísland í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur. Síðan breyttist eitthvað. Ég veit ekki hvað en ég ákvað að slaka á og leyfa mér að hrífast með. Hvað með það þótt það verði bara fótbolti í sjónvarpinu næsta mánuðinn? Hver kemur hvort eð er til með að sakna Taggarts, Kiljunnar eða Aðþrengdra eiginkvenna á sólböðuðu miðvikudagskvöldi í júní, þegar sjónvarpsgláp ætti að vera minnst freistandi kosturinn í stöðunni? Þeim sem gerir það er hreinlega ekki viðbjargandi; hann mun finna sér eitthvað til að suða yfir sama hvað tautar og raular. Allt um það. Það var gaman að fylgjast með snaggaralegum heimamönnum í Suður-Afríku ná jafntefli við Mexíkó í opnunarleiknum í gær. Samt kann ég engin deili á þessum leikmönnum, hef aldrei séð nokkurn þeirra spila fótbolta áður. Þetta snerist heldur ekki endilega um það: Þetta var frekar táknræn stund; þjóð, sem fyrir aðeins tveimur áratugum hratt af sér kerfi aðskilnaðar og kúgunar, fékk tækifæri til að sýna hvað í henni býr meðan heimsbyggðin horfði á. Íslendingar hafa verið í mikilli og á tíðum erfiðri naflaskoðun undanfarin tvö ár, sem hefur þó skilað merkilega litlu. Næsta mánuðinn eða svo verður hún lögð til hliðar. Það er vel. Það er oft ágætt að taka sér stutt hlé í miðjum heilabrotum, kaffipásu til að ná áttum. HM í fótbolta er heppileg dægrastytting . Af þjóðmálaumræðunni að dæma undanfarið eitt og hálfa ár mætti næstum halda að Ísland sé eina landið í heiminum. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er holl og þörf áminning um að svo er ekki. Horfum á HM næsta mánuðinn. Lítum út fyrir landsteinanna og lesum okkur til um löndin sem keppa. Það eru meiri líkur en minni á að við lærum eitthvað um Ísland í leiðinni.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun