Geir Haarde klipptur út 20. október 2010 09:00 Umdeild mynd Inside Job verður frumsýnd hér á landi á næstunni. Leikstjóri myndarinnar, Charles Ferguson, notar Ísland sem formála að myndinni; það sem gerðist hér hafi í raun verið smækkuð og einfölduð mynd af því sem gerðist í Bandaríkjunum. NordicPhotos/Getty Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið