Birgir Leifur endaði í fjórða sæti á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2010 15:33 Birgir Leifur Hafþórsson Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, endaði í fjórða sæti á á Condado Open mótinu sem fram fer á Hi5 mótaröðinni á Spáni og lauk í dag. Birgir Leifur var í fimmta sæti fyrir lokadaginn og hækkaði sig því um eitt sæti í dag. Birgir Leifur lék hringina þrjá á 212 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann var fimm höggum á eftir sigurvegara mótsins og aðeins einu höggi frá öðru sætinu. Birgir Leifur lék frábærlega á fyrri níu holunum í dag þar sem hann lék á þremur höggum undir pari eftir að hafa fengið örn á þeirri níundu. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir níu holur fjórum höggum á eftir Frakkanum Romain Wattel. Birgir Leifur varð fyrir áfalli á 13. holu þegar hann lék hana á sjö höggum og fékk tvöfaldan skolla. Birgir hafði fengið fugl á þessari sömu holu á fyrstu tveimur hringunum. Birgir Leifur paraði næstu tvær holur og fékk síðan fugl á þeirri sextándu. Hann tapaði síðan höggi á 17.holu og endaði hringinn á 71 höggi eða einu höggu undir pari. Arnar Snær Hákonarson úr GR fylgdi á eftir góðum öðrum degi með því að leika annan daginn í röð á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Arnar hækkaði sig upp í 29. sæti en hann lék hringina þrjá á sjö höggum yfir pari. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, endaði í fjórða sæti á á Condado Open mótinu sem fram fer á Hi5 mótaröðinni á Spáni og lauk í dag. Birgir Leifur var í fimmta sæti fyrir lokadaginn og hækkaði sig því um eitt sæti í dag. Birgir Leifur lék hringina þrjá á 212 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann var fimm höggum á eftir sigurvegara mótsins og aðeins einu höggi frá öðru sætinu. Birgir Leifur lék frábærlega á fyrri níu holunum í dag þar sem hann lék á þremur höggum undir pari eftir að hafa fengið örn á þeirri níundu. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir níu holur fjórum höggum á eftir Frakkanum Romain Wattel. Birgir Leifur varð fyrir áfalli á 13. holu þegar hann lék hana á sjö höggum og fékk tvöfaldan skolla. Birgir hafði fengið fugl á þessari sömu holu á fyrstu tveimur hringunum. Birgir Leifur paraði næstu tvær holur og fékk síðan fugl á þeirri sextándu. Hann tapaði síðan höggi á 17.holu og endaði hringinn á 71 höggi eða einu höggu undir pari. Arnar Snær Hákonarson úr GR fylgdi á eftir góðum öðrum degi með því að leika annan daginn í röð á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Arnar hækkaði sig upp í 29. sæti en hann lék hringina þrjá á sjö höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira