Notkun aukist um helming 19. ágúst 2010 05:15 Rannsókn Unnið er að úttekt á rítalínnotkun, og eru niðurstöður væntanlegar bráðlega segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Notkun rítalíns og annarra lyfja sem notuð eru við athyglisbresti og ofvirkni, ADHD, hefur aukist um helming milli áranna 2006 og 2009 samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Íslendingar notuðu tæplega 1,7 milljónir dagskammta af lyfjunum á síðasta ári, en notuðu um 1,1 milljón skammta árið 2006. Kostnaður sjúkratrygginga vegna lyfjanna stefnir í 762 milljónir króna á árinu, miðað við kostnað fyrstu sex mánuði ársins. Kostnaðurinn hefur nær þrefaldast frá 2006, en hafa verður í huga að gengisfall krónunnar hefur haft áhrif á kostnaðinn. Um 2.700 börn og unglingar yngri en 20 ára fengu ávísað rítalíni á síðasta ári, og um 1.500 fullorðnir 20 ára eða eldri. Notkun á rítalíni hefur aukist um 51 prósent frá árinu 2006 án þess að dregið hafi úr notkun á öðrum sambærilegum lyfjum. Mest er aukningin hjá fullorðnum. „Ég hef látið fara fram athugun á rítalínnotkun undanfarnar vikur og ég á von á því að það dragi til tíðinda í þeim málum fyrir mánaðamót," segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir notkun þessara lyfja margfalt meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þá sé áhyggjuefni að lyfið sé notað sem fíkniefni og selt á götunni. „Það er klárt að það þarf að grípa til aðgerða. Landlæknir er að skoða hvað hann getur gert og ég er að skoða hvað ég get gert."- bj, þeb Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Notkun rítalíns og annarra lyfja sem notuð eru við athyglisbresti og ofvirkni, ADHD, hefur aukist um helming milli áranna 2006 og 2009 samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Íslendingar notuðu tæplega 1,7 milljónir dagskammta af lyfjunum á síðasta ári, en notuðu um 1,1 milljón skammta árið 2006. Kostnaður sjúkratrygginga vegna lyfjanna stefnir í 762 milljónir króna á árinu, miðað við kostnað fyrstu sex mánuði ársins. Kostnaðurinn hefur nær þrefaldast frá 2006, en hafa verður í huga að gengisfall krónunnar hefur haft áhrif á kostnaðinn. Um 2.700 börn og unglingar yngri en 20 ára fengu ávísað rítalíni á síðasta ári, og um 1.500 fullorðnir 20 ára eða eldri. Notkun á rítalíni hefur aukist um 51 prósent frá árinu 2006 án þess að dregið hafi úr notkun á öðrum sambærilegum lyfjum. Mest er aukningin hjá fullorðnum. „Ég hef látið fara fram athugun á rítalínnotkun undanfarnar vikur og ég á von á því að það dragi til tíðinda í þeim málum fyrir mánaðamót," segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir notkun þessara lyfja margfalt meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þá sé áhyggjuefni að lyfið sé notað sem fíkniefni og selt á götunni. „Það er klárt að það þarf að grípa til aðgerða. Landlæknir er að skoða hvað hann getur gert og ég er að skoða hvað ég get gert."- bj, þeb
Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira