Magni lofar stórkostlegri Bræðslu 6. maí 2010 09:15 Sænsk/breska hljómsveitin Fanfarlo spilar á Bræðslunni í sumar. Þetta verður í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í sjötta skipti helgina 23.-25. júlí og hefst miðasala í dag. „Þetta verður stórkostlegt," segir skipuleggjandinn, Magni Ásgeirsson, um hátíðina. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið," segir hann. „Ég vil hvetja fólk til að ná sér í miða. Þetta er ekki eins og á þjóðhátíð því þarna er ekki hægt að troða endalaust inn." Bræðslan hefur fest sig í sessi sem ein af áhugaverðari stoppistöðvum Íslands yfir sumarmánuðina. Í gegnum tíðina hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Lay Low, Þursaflokkurinn og Megas og Senuþjófarnir. Í ár mæta til leiks Dikta, Fanfarlo, KK & Ellen, 200.000 Naglbítar og sigurvegarar Músíktilrauna, Of Monsters and Men. Fanfarlo er sænsk/bresk hljómsveit sem hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. „Hún minnir mig á Belle & Sebastian og Talking Heads. Mér finnst þetta æðisleg hljómsveit," segir Magni. Hún hefur verið á tónleikaferð um Bandaríkin og kom á dögunum fram í spjallþætti Davids Letterman. Forsala á Bræðsluna hófst í dag á Midi.is og afgreiðslustöðum Midi.is. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5.500 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð aðgöngumiða við inngang verður 6.500. krónur. - fb Hér má sjá myndband við eitt vinsælasta lag Fanfarlo. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í sjötta skipti helgina 23.-25. júlí og hefst miðasala í dag. „Þetta verður stórkostlegt," segir skipuleggjandinn, Magni Ásgeirsson, um hátíðina. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið," segir hann. „Ég vil hvetja fólk til að ná sér í miða. Þetta er ekki eins og á þjóðhátíð því þarna er ekki hægt að troða endalaust inn." Bræðslan hefur fest sig í sessi sem ein af áhugaverðari stoppistöðvum Íslands yfir sumarmánuðina. Í gegnum tíðina hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Lay Low, Þursaflokkurinn og Megas og Senuþjófarnir. Í ár mæta til leiks Dikta, Fanfarlo, KK & Ellen, 200.000 Naglbítar og sigurvegarar Músíktilrauna, Of Monsters and Men. Fanfarlo er sænsk/bresk hljómsveit sem hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. „Hún minnir mig á Belle & Sebastian og Talking Heads. Mér finnst þetta æðisleg hljómsveit," segir Magni. Hún hefur verið á tónleikaferð um Bandaríkin og kom á dögunum fram í spjallþætti Davids Letterman. Forsala á Bræðsluna hófst í dag á Midi.is og afgreiðslustöðum Midi.is. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5.500 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð aðgöngumiða við inngang verður 6.500. krónur. - fb Hér má sjá myndband við eitt vinsælasta lag Fanfarlo.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira