Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Squere í eftirpartý kvikmyndarinnar Óróa í leikstjórn Baldvins Z eftir frumsýninguna í gærkvöldi.
Gríðarlega góð stemning var á meðal leikaranna sem fögnuðu afrakstrinum með foreldrum og vinum.
Myndin er byggð á unglingabókum leikkonunnar Ingibjargar Reynisdóttur, Strákarnir með strípurnar og Rótleysi, rokk og rómantík, sem hafa notið mikilla vinsælda.