Þrívíddarpúsl fékk hönnunarverðlaun Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 3. maí 2010 21:00 Tillaga hönnunarstofunnar Björg í Bú var verðlaunuð. Á baráttudag verkalýðsins voru veitt verðlaun í hönnunarsamkeppni í anda myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar, sem verslunin Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöð Íslands standa að. Verðlaunuð var tillaga hönnunarstofunnar Björg í Bú sem er þrívíddar-púsluspil sem raða má saman á ótal vegu án þess að vera bundinn af fyrirfram gefinni lausn. Tvívíðir hlutar spilsins eru unnir út frá kunnuglegum formum í myndheimi Ásmundar, sem þátttakandinn getur raðað saman í þrívídd og með því skapað sinn eigin skúlptúr. Hluturinn hvetur til leiks og sköpunar þar sem viðfangsefnið er myndbygging og jafnvægissamspil forma í þrívídd eða þau listrænu grunnatriði sem Ásmundur glímdi alla tíð við í verkum sínum. Björg í bú eru hönnuðirnir Edda Gylfadóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir og Helga Björg Jónasardóttir. Hljóta þær verðlaunafé að upphæð 500.000 krónur auk þess sem varan verður þróuð áfram til framleiðslu og seld í verslunum Kraums í Aðalstræti og á Kjarvalsstöðum og í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Ásmundarsafni. Verðlaunaféð er sameiginlegt framlag frá Kraumi, Listasafni Reykjavíkur, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins. Vinningstillögurnar ásamt þrettán öðrum sem þóttu skara fram úr verða til sýnis í Ásmundarsafni fram til 16. maí. Þetta er í annað sinn sem þessir sömu aðilar standa fyrir hönnunarsamkeppni þar sem skírskotað er til einstaks listamanns. Í fyrra var það Erró, og væntingar standa til að framhald verði á samstarfinu í framtíðinni. Samkeppnin, hönnun í anda Ásmundar, var opin öllum. Í samkeppnislýsingu var óskað eftir tillögum að nytjahlut sem endurspegla skyldi hugarheim og verk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Innsendar tillögur í keppnina voru 68 og voru þær allar teknar til dóms. Af þeim voru 15 tillögur valdar til að keppa um verðlaunasæti og til sýningar í Ásmundarsafni næstu tvær vikurnar. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Á baráttudag verkalýðsins voru veitt verðlaun í hönnunarsamkeppni í anda myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar, sem verslunin Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöð Íslands standa að. Verðlaunuð var tillaga hönnunarstofunnar Björg í Bú sem er þrívíddar-púsluspil sem raða má saman á ótal vegu án þess að vera bundinn af fyrirfram gefinni lausn. Tvívíðir hlutar spilsins eru unnir út frá kunnuglegum formum í myndheimi Ásmundar, sem þátttakandinn getur raðað saman í þrívídd og með því skapað sinn eigin skúlptúr. Hluturinn hvetur til leiks og sköpunar þar sem viðfangsefnið er myndbygging og jafnvægissamspil forma í þrívídd eða þau listrænu grunnatriði sem Ásmundur glímdi alla tíð við í verkum sínum. Björg í bú eru hönnuðirnir Edda Gylfadóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir og Helga Björg Jónasardóttir. Hljóta þær verðlaunafé að upphæð 500.000 krónur auk þess sem varan verður þróuð áfram til framleiðslu og seld í verslunum Kraums í Aðalstræti og á Kjarvalsstöðum og í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Ásmundarsafni. Verðlaunaféð er sameiginlegt framlag frá Kraumi, Listasafni Reykjavíkur, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins. Vinningstillögurnar ásamt þrettán öðrum sem þóttu skara fram úr verða til sýnis í Ásmundarsafni fram til 16. maí. Þetta er í annað sinn sem þessir sömu aðilar standa fyrir hönnunarsamkeppni þar sem skírskotað er til einstaks listamanns. Í fyrra var það Erró, og væntingar standa til að framhald verði á samstarfinu í framtíðinni. Samkeppnin, hönnun í anda Ásmundar, var opin öllum. Í samkeppnislýsingu var óskað eftir tillögum að nytjahlut sem endurspegla skyldi hugarheim og verk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Innsendar tillögur í keppnina voru 68 og voru þær allar teknar til dóms. Af þeim voru 15 tillögur valdar til að keppa um verðlaunasæti og til sýningar í Ásmundarsafni næstu tvær vikurnar.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira