Þegar hefur verið hafist handa við hreinsum á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum, en jörðin varð sérstaklega illa úti þegar Svaðbælisá hljóp skömmu eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti þessa ákvörðun, sem tekin var í samráði við stjórn Bjargráðasjóðs. Stjórnin fundaði í gær um málið. Sjóðurinn mun styrkja ábúendur í hreinsuninni. Þá er til skoðunar að hækka varnargarða við Svaðbælisá í námunda við Þorvaldseyri og jafnvel dýpka farveg árinnar. Ákvörðun um það verður tekin á næstunni.- kóp