Sex ráðherrar vilja aðskilnað ríkis og kirkju 25. ágúst 2010 06:30 úrsagnir hjá þjóðskrá Hundruð hafa lagt leið sína til Þjóðskrár á síðustu tveimur dögum til að skrá sig úr þjóðkirkjunni. fréttablaðið/gva Helmingur ríkisstjórnarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist íhuga að segja sig úr þjóðkirkjunni á blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en vildi þó ekki gefa upp hvort það væri í ljósi atburða síðustu daga. Forsætisráðherra vill vinna að aðskilnaði ríkis og kirkju, líkt og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hvorki utanríkisráðherra né mennta- og menningarmálaráðherra eru skráð í þjóðkirkjuna. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra eru það hins vegar bæði og segjast hvorugt hafa íhugað að skrá sig úr henni. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vildi ekki svara spurningum blaðamanns um efnið. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, vilja bæði halda ríki og kirkju sameinuðum. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir spurninguna varða hennar einkamál og vildi ekki gefa upp hvort hún sé skráð í þjóðkirkjuna. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hlynntur sjálfstæði kirkjunnar. Árni Páll hefur ekki íhugað að skrá sig úr þjóðkirkjunni. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist hafa efasemdir um aðskilnað en hún hafi reglulega íhugað að skrá sig úr þjóðkirkjunni. - sv Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Helmingur ríkisstjórnarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist íhuga að segja sig úr þjóðkirkjunni á blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en vildi þó ekki gefa upp hvort það væri í ljósi atburða síðustu daga. Forsætisráðherra vill vinna að aðskilnaði ríkis og kirkju, líkt og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hvorki utanríkisráðherra né mennta- og menningarmálaráðherra eru skráð í þjóðkirkjuna. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra eru það hins vegar bæði og segjast hvorugt hafa íhugað að skrá sig úr henni. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vildi ekki svara spurningum blaðamanns um efnið. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, vilja bæði halda ríki og kirkju sameinuðum. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir spurninguna varða hennar einkamál og vildi ekki gefa upp hvort hún sé skráð í þjóðkirkjuna. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hlynntur sjálfstæði kirkjunnar. Árni Páll hefur ekki íhugað að skrá sig úr þjóðkirkjunni. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist hafa efasemdir um aðskilnað en hún hafi reglulega íhugað að skrá sig úr þjóðkirkjunni. - sv
Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira