Gildin okkar Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 9. nóvember 2010 06:00 Það er afskaplega auðvelt að hæðast að fyrirbærum eins og þjóðfundi, þar sem 1000 manns koma saman og niðurstaðan verður afskaplega almenn. En það eru nógu margir aðrir í því. Í jákvæðnigír má segja að þjóðfundurinn og stjórnlagaþing séu eins og svo margt annað undanfarin ár: án fordæma. Fyrirbærin gætu jafnvel, ef mjög vel tekst til, breytt einhverju til hins betra. Hvað veit maður? Í niðurstöðum þjóðfundar helgarinnar má lesa ýmislegt fallegt. Til dæmis er það niðurstaða þjóðfundarins að allir skuli njóta mannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Svo á líka að tryggja að við séum öll jöfn og höfum jafnan rétt. Við eigum öll að hafa mannsæmandi lífskjör, óháð því hvers kyns við erum, af hvaða kynþætti eða þjóðerni við erum, hvaða trúarskoðun við höfum og svo framvegis. Þarna eru fleiri fallegar hugsjónir, til dæmis sem lúta að náttúrunni og auðlindum okkar. Og að sjálfsögðu um lýðræðið, valdið, ábyrgðina, gegnsæið og heiðarleikann. Það er sannarlega hægt að vera sammála þessu, enda frekar almenn gildi. En ef þetta eru virkilega gildi þjóðarinnar hvers vegna hefur þeim þá ekki verið framfylgt? Eru þessar skoðanir kannski nýtilkomnar og var þá kannski einhver breyting í kjölfar hrunsins eftir allt saman? Það er að minnsta kosti ekki hægt að segja að öll þjóðin aðhyllist trúfrelsi eða jafnrétti óháð trúarskoðunum. Nýjustu dæmin um það eru fordómar í garð múslima hér á landi og hörð mótstaða við byggingu mosku. Hér hefur heldur ekki alltaf tíðkast að allt fólk njóti jafnra mannréttinda eða mannsæmandi lífskjara óháð stöðu. Annars hefði það til dæmis ekki viðgengist að vísa fólki nánast miskunnarlaust úr landinu. Og ekki er hægt að segja að við höfum alltaf borið virðingu fyrir auðlindum og náttúru landsins, ó nei. Margt af þessu sem kom á fundinum efast ég stórlega um að muni enda í stjórnarskránni og sumt á kannski ekkert heima þar. En það breytir því ekki að þessi gildi eru nú skrásett og öllum aðgengileg. Og stjórnmálamennirnir sem ákváðu að þjóðfundurinn yrði haldinn verða þá vonandi minntir á niðurstöðurnar héðan í frá. Og fólkið sem samdi þessi blessuðu gildi verður vonandi á varðbergi næst þegar brjóta á gegn þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Það er afskaplega auðvelt að hæðast að fyrirbærum eins og þjóðfundi, þar sem 1000 manns koma saman og niðurstaðan verður afskaplega almenn. En það eru nógu margir aðrir í því. Í jákvæðnigír má segja að þjóðfundurinn og stjórnlagaþing séu eins og svo margt annað undanfarin ár: án fordæma. Fyrirbærin gætu jafnvel, ef mjög vel tekst til, breytt einhverju til hins betra. Hvað veit maður? Í niðurstöðum þjóðfundar helgarinnar má lesa ýmislegt fallegt. Til dæmis er það niðurstaða þjóðfundarins að allir skuli njóta mannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Svo á líka að tryggja að við séum öll jöfn og höfum jafnan rétt. Við eigum öll að hafa mannsæmandi lífskjör, óháð því hvers kyns við erum, af hvaða kynþætti eða þjóðerni við erum, hvaða trúarskoðun við höfum og svo framvegis. Þarna eru fleiri fallegar hugsjónir, til dæmis sem lúta að náttúrunni og auðlindum okkar. Og að sjálfsögðu um lýðræðið, valdið, ábyrgðina, gegnsæið og heiðarleikann. Það er sannarlega hægt að vera sammála þessu, enda frekar almenn gildi. En ef þetta eru virkilega gildi þjóðarinnar hvers vegna hefur þeim þá ekki verið framfylgt? Eru þessar skoðanir kannski nýtilkomnar og var þá kannski einhver breyting í kjölfar hrunsins eftir allt saman? Það er að minnsta kosti ekki hægt að segja að öll þjóðin aðhyllist trúfrelsi eða jafnrétti óháð trúarskoðunum. Nýjustu dæmin um það eru fordómar í garð múslima hér á landi og hörð mótstaða við byggingu mosku. Hér hefur heldur ekki alltaf tíðkast að allt fólk njóti jafnra mannréttinda eða mannsæmandi lífskjara óháð stöðu. Annars hefði það til dæmis ekki viðgengist að vísa fólki nánast miskunnarlaust úr landinu. Og ekki er hægt að segja að við höfum alltaf borið virðingu fyrir auðlindum og náttúru landsins, ó nei. Margt af þessu sem kom á fundinum efast ég stórlega um að muni enda í stjórnarskránni og sumt á kannski ekkert heima þar. En það breytir því ekki að þessi gildi eru nú skrásett og öllum aðgengileg. Og stjórnmálamennirnir sem ákváðu að þjóðfundurinn yrði haldinn verða þá vonandi minntir á niðurstöðurnar héðan í frá. Og fólkið sem samdi þessi blessuðu gildi verður vonandi á varðbergi næst þegar brjóta á gegn þeim.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun