Sigurjón að landa stórlaxinum Nicolas Cage 4. maí 2010 06:00 Nicolas Cage skaust upp á stjörnuhimin Hollywood með frammistöðu sinni í Wild at Heart sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi. „Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags. „Hún fjallar um mann sem þarf að ná fundi og er að keyra úti á þjóðvegi. Fljótlega tekur hann eftir því að honum er veitt eftirför og sá aðili er ekki með neitt gott í huga,“ útskýrir Sigurjón en leikstjóri myndarinnar verður að öllum líkindum Bruce McDonald. Christopher Kyle skrifar handritið en Kyle og Sigurjón unnu saman að gerð K19 fyrir allmörgum árum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sigurjóns og Cage liggja saman. Cage lék aðalhlutverkið í hinni margrómuðu Wild at Heart eftir David Lynch, sem Sigurjón framleiddi og skaut leikaranum upp á stjörnuhimininn. Cage var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Adaptation og Leaving Las Vegas og hlaut þau fyrir síðastnefndu myndina. Cage er ekki eina stórstjarnan sem Sigurjón er að landa um þessar mundir því í bígerð er önnur kvikmynd úr hans smiðju, The Killer Elite, með þeim Clive Owen og Jason Statham. -fgg Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags. „Hún fjallar um mann sem þarf að ná fundi og er að keyra úti á þjóðvegi. Fljótlega tekur hann eftir því að honum er veitt eftirför og sá aðili er ekki með neitt gott í huga,“ útskýrir Sigurjón en leikstjóri myndarinnar verður að öllum líkindum Bruce McDonald. Christopher Kyle skrifar handritið en Kyle og Sigurjón unnu saman að gerð K19 fyrir allmörgum árum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sigurjóns og Cage liggja saman. Cage lék aðalhlutverkið í hinni margrómuðu Wild at Heart eftir David Lynch, sem Sigurjón framleiddi og skaut leikaranum upp á stjörnuhimininn. Cage var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Adaptation og Leaving Las Vegas og hlaut þau fyrir síðastnefndu myndina. Cage er ekki eina stórstjarnan sem Sigurjón er að landa um þessar mundir því í bígerð er önnur kvikmynd úr hans smiðju, The Killer Elite, með þeim Clive Owen og Jason Statham. -fgg
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira